Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 108
106
Um alþýðumenntun.
Din það, sem þarf að kenna á íslenzkum búnaðarskóla,
og hvað ætlunarverk hans er, og pegar búið er að
setja sjer ætlunarverk skólans greinilega fyrir sjónir, er
vonandi að stefna hans og fyrirkomulag skýrist fyrir
manni. Búnaðarskólarnir hafa einkum tvenns konar
ætlunarverk, nefnil. að kenna mönnum þau fræði, sem
jarðræktin og kvikfjárræktin byggjast á, og svo að
venja menn við þau störf, sem landbúnaðurinn liefir í
för moð sjer, og kenna rjetta aðferð við hvað eina,
konna að fara með þau verkfæri, sem komið geta aö
notum við landbúnað, og venja menn við roglubundna
vinnu, útsjón og hagsýni í vinnubrögðum. Þær vís-
indagreinir, sem landbúnaðurinn grundvallast á, eru þá
einkum : 1. Efnafræði; hún sýnir manni, af hverju
jarðvegur og jurtir er saman sett; hvernig stendur á
mismun áburðartegundanna; hvaða efni eru í heyi og
öðrum fóðurtegundum, og livers vegna þeim mismunar
að fóðurdrýgindum og öðru; hún sýnir manni, hvernig
á að fara með áburðinn, og til hvers hentast er að
brúka þessa eða hina áburðartegund. Hún sýnir, hvaða
efni skepnan þarf til að lifa og færa arð, hversu mikið
hún þarf af þeim hverju fyrir sig. Efnafræðin sýnir
manni inn í innstu fylgsni náttúrunnar, og skýrir fyrir
manni þær breytingar, sem daglega og óaflátanlega fara
fram í kring um oss. |>að af efnafræðinni, sem eink-
um snertir jarðveginn sem bústað jurtanna; jurtagróð-
urinn og áburðinn; kvikfjenaðinn, fóðrið, sera hann
fær, og afraksturinn, som hann gefur af sjer; som
snertir matvæli og ýmislegt það, er vjer daglega höfum
um hönd,—það þarf hver bóndi að kynna sjer og skilja
noklcurn veginn. |>að er einkum efnafræðinni að
þakka, hvað búnaðinum hefir víða fleygt fram á þessari
öld. 2. Eðlisfrœði; hún gjörir grein fyrir náttúruöfl-
unum, sem maður fæst daglcga við, og án þess að
kynna sjer nokkrar greinir hennar, er bágt að skilja
margt af því, som daglega fer fram í kring um mann.