Andvari - 01.01.1884, Page 110
108
Um alþýðumenntun.
eins og annarstaðar. Hvað hina vcrklogu konnslu
snertir, þá er hún ekki að eins jafn-nauðsynleg hjer
og í öðrum löndum, heldur því nauðsynlegri, sem ís-
lendingar eru úvanari öllum jarðræktarstörfum en noltk-
ur önnur siðuð þjóð. Búnaðarhættir vorir hafa gengið
næst hirðara lífi; vjer höfum lifað hvað landbúnaðinn
snertir einungis á kvikfjárrækt. Að vísu höfum vjer
'fasta bústaði, og öfium vetrarfóðurs fyrir fjenaðinn, en
vjer höfum hingað til aflað þess mestmegnis með því
að rjja jörðina, en lítið fengizt við að rækta hana.
Almenningur er alveg óvanur hinum einföldustu frum-
yrkjustörfum, svo sem að gjöra skurð eða losa upp
stein, auk þess sem menn eru almennt óvanir þeirri
reglusemi og því kappi við vinnuna, sem títt er í
öðrum löndum. í öðrum löndum lærir hver maður
heima hjá sjer að plægja og vinna jörðina að öllu
leyti, grafa skurði, rífa upp grjót og færa það burt,
brúka hesta við. alls konar jarðyrkjustörf og margt
íieira, sem vjer vitum ekki hvað er, því þar eru þessi
störf eins algeng eins og bjá oss að slá, rista torf, og
fara lestaferð. þar þurfa menn því í rauninni ekki að
læra sjálfa vinnuna á búnaðarskólunum, sízt frá rótum,
en menn læra þar þó ekki einungis verkstjórn og hag-
sýni við vinnuna, heldur einnig rjettari handtök í
mörgu, sem þeir kuuna áður. A útlendum búnaðar-
skólum er piltum óvíöa ætlað að ná verulegri verklegri
æfingu í jarðyrkjustörfum; til þess er skólatíminn of
stuttur, ef margt er haft undir og of lítil áherzla lögð
á hið verklega; en það gjörir minni baga, vegna þess
að bæði hafa flestir þeirra fengið áður allmikla verklega
æfingu, og þegar þeir koma af skólanum og eiga að
fara að stjórna öðrum, eru það alvanir verkmenn, en
ekki viðvaningar einir, sem þeir hafa á að skipa. Hjer
á landi væri öllu meira áríðandi, að mikið væri starfað
á búnaðarskólunum, svo piltar fengju talsverða æfingu
í öllum hinum helztu jarðyrkjustörfum, því bæði eru