Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 117
Ura alþýðumenntun.
116
eign; skólastjóri cigi öll búsafnot, en endurbætur þær,
sem gjörðar eru á jöiðinni, verða eign iandssjóðs.
Skólastjórinn veitir bæði lærisveinum og kennurunum
fæði og þjónusfu og landssjóður borgar livorttveggja
fyrir iærisveinana í neðri deildinni, en efrideildarsveinar
og kennararnir borga það .-jálfir. Kennsla, búsnæði,
ijós og eldiviður er ókeypis á skólanum og borgar
landssjóður það. í neðri deild sjo ætlað rúm fyrir
1G lærisveina, í liinni efri fyrir 8. Skólastjóra sje lán-
að svo mikið fje aí landssjóði, senr hann þarf til að
kaupa fyrir kvikfjenað, jarðyrkjuverkfæri og önnur á-
liöld til búsins. Skilar hann því, þegar hann fer frá
skólanum, í peningum eða hlutum, scm álítast nauð-
synlegir fyrir skólann. Landssjóður leggur árlega fje
til tilrauna og vísindalegra rannsókna. Skólastjóii
heldur 1 eða 2 smiði til að smíða verkfæri fyrir skól-
ann, og til útsölu, en engu kostar landssjóður til þess.
Áætlun mín verður þá á þessa loið:
A. Til að stofna skólann þarf.
1. Væna jörð með vanalegum jarðarhúsum á 10000 kr.
2. Skólahús fyrir 24 lærisveina, kennarana og
skólastjóra með konu og börnum . . . 20000 —
3. Fjenaðarhús, hlöður og geymsluhús . . 15000 —
4. Vísindaleg áliöld........................... 5000 —
5. Lán til skólastjóra......................... 16000 —
Samtals GGUOO —
B. Árlegur kostnaður.
1. Laun skólastjórans, auk afnota jarðarinnar
húsanna og peningalánsins.................... 1500kr.
2. Laun kennaranna auk húsnæðis .... 4000 —
ih Árlegur kostnaður til vísindalegra rann-
sókna og .tilrauna, og fyrir bækur og önn-
ur áhöld til kennslunnar..................... 1500 —
4. Viðbald og umbót á húsum og fyrir verkfæri 1500 —
Flyt 8500 —
8*