Andvari - 01.01.1884, Side 132
130
Um súrhey.
sig gufuna upp úr hafragrasinu og mýkzt og batnað af
því, og í neðra lagið hefir að líkindum sígið nokkuð af
vökva, sem þá hefir einnig bætt það til muna.
Hvort sem gjöra skal meira oða minna af súrheyi,
ríður á að búa vel um það að öllu leyti, því annars
getur það orðið alveg ónýtt; er einkum þess að gæta,
að hvergi komist lopt að pví, nje heldur vatn, og að
nóg pyngsli sjeu ofan á pví til að þrýsta því saman.
Gryfjan, sem heyið er látið 1, er venjulega grafin á
þurrum stað á barði eða hól, þar sem hægt er að veita
vatni frá, og ekki hætt við uppgönguvatni. Bezt er að
gryíjan sjo ekki grynnri en hjer um bil 6—8 fet, og
svo sem 8—10 fet á breidd, og fer þá lengdin optir
því, hversu mikið súrheyið á að verða. Ekki kemst
jöfn þyngd af öllu heyi í sömu gryfju, því ekki fellir
allt hey sig jafn vel saman, eða treðst jafn vel, og svo
er það misjafnlega þungt. Ekki mun langt frá lagi, að
ætla, að hverjar fullkomnar klyfjar af hráu heyi sjeu
allt að 2 teningsálnum að fyrirferð, eða þurfi svo mikið
rúm í gryQunni áður en sígur. Ef gryfjan er t. d. 4
ál. breið, og 3 ál. djúp, þá ætti hún að rúma 6 vota-
bandshesta fyrir hverja alin af lengd sinni, og sje hún
10 ál. löng, þá verður hún barmafull af 60 hestum.
Pessu getur sjálfsagt munað talsvert eptir því, hvert
heyið er; af hafragrasi er það nærri þessu, af há og
líntöðu fer meira, og af sinubornu útbeyi talsvert
minna að þyngslum. |>að þykir reynt, að súrheyið
verði ekki eins gott, ef gryfjan er grynnri eða mjórri
en nú var sagt. Opt er gryfjan grafin í þjetta jörð,
og svo ekki ldaðið innan í hana, en slíkt þykir þó ó-
ráðlegt, því þá verður heyið moldugt í kring, og úr
hliðum gryfjunnar hrynur þá smámsaman. Sumir þilja
gryfjuna alla að innan með sterkum borðum; en vana-
legast er, að hlaða grjóti innan 1 hana og steinleggja
botninn, og þjotta og sljotta svo allt saman moð se-
monti. íossi umbúnaður er langtraustastur og varan-