Andvari - 01.01.1884, Qupperneq 139
Um súrhey.
137
í bezta tilgangi; jeg vissi, að hún átti að hvetja menn
til nð leita allra skynsamlegra úrræða til að halda hú-
stofni sínum í harðindunum, þegar ekki gat verið
nokkurt spursmál um, að hafa nóg hey handa honum,
og jeg var líka á þeirri skoðun, að sjálfsagt ætti heldur
að fóðra á korni en að fella, og jafnvel þó að korn-
gjöíin yrði mjög dýr.
Nú sem stendur lítur út fyrir að bændur hafi litla
ástæðu til að kaupa korn til fóðurs, en hver veit, hve
nær kann að kreppa að heybyrgðunum aptur, og þá
verður korngjöíin sjálfsagt fyrsta athvarf þeirra manna,
sem álíta hana litlu kostnaðarsamari en heygjöfina.
I3Ó að jeg, eins og jeg tók fram, hafi lítið af eigin
reynslu til að bera f'yrir mig í þessu efni, þá vil jeg
samt skýra frá minni skoðun, ef það kynni að gota
stuðlað til þess, að bændur mettu töðuna eins og hún
er verð, og færu fyrir alvöru að hugsa um, að leggja
rækt við túnin sín, og afla sem mestrar töðu, í stað
þess að setja traust sitt til kornkaupanna, hve nær sem
túnmóarnir geta ekki fóðrað allar kýrnar þeirra. En
hjer er enginn hægðarleikur að fá gild rök til að styðja
skoðun sína. fað er eins um þetta sem annað, er
landbúnað vorn snertir: vjer erum næsta fáfróðir, og
eigum engin vísindi til að styðjast við. Vjer ímyndum
oss náttúrlega, að heyin hjá oss hafi í sjer sömu nær-
ingarefni sem hey í öðrum löndurn, en vjer vitum ekki,
hvort meira eða minna er af þoim í ákveðinni þyngd
af heyi, nje í hvaða hlutföllum þau eru sín á milli. 1
öðrum löndum vita menn nú orðið út í hörgul, hvaða
næringarefni eru í hverri fóðurtegund, og hversu mikið
er af hverju þoirra fyrir sig. feir vita lika, hversu
mikið hver skepna þarf af þessum næringarefnum, til
þess að haldast við, til að fitna, til að mjólka o. s. frv.
Áður en efnafræðin komst algjörlega í leikinn, til að
vega nákvæmlcga gildi fóðurtegundanna, einnar móti
annari, lögðu margir bændur mjög stund á að rannsaka,