Andvari - 01.01.1884, Page 142
140
Um súrhey.
hitt á að vera korn, olíukökur, rófur og Mlmur, þá
reiknar hann, hversu mikið hann þarf að taka af hverri
fóðurtegund, til pess að fá svo mikið af næringarefn-
um, sem hann veit að er í fullri gjöf af góðu heyi, og
í líku hlutfalli, því hann veit fyrirfram nokkurn veg-
inn nákvæmt eptir skýrslum efnafræðinganna, hversu
mikið hver fóðurtegund hofir af hverju næringarefni.
Af því að hlutfallið miili næringarefnanna er ekki eins
í öllum fóðurtegundum, og engin fóðurtegund heíir þau
í eins hentugu hlutfalli fyrir þarfir húsdýranna eins og
gott hey, þá er ekki liægt að verðleggja korn og annað
þess konar fóður beinlínis á móti lioyi, nema með því
móti, að setja visst verð á hverja togund næringarefn-
anna, og reikna svo eptir því, hversu mikils virði t. d.
100 pd. af korni, rófum, olíukökum, ljettingsheyi o. s.
frv. sje á móti 100 pundum af bezta heyi (töðu), en
þá er ætlazt til, að fóðurtegundunum sje blandað svo
saman, að hlutfallið milli næringarefnanna í fóðrinu
yfir höfuð verði hæfilegt. Ef þessa er ekki gætt, og of
lítið verður af sumum ofnum til móts við liin, t. d. of
lítið af holdgjafaefnum, þá koma andardráttarefnin ekki
að fullum notum;—kýrin geldist þá eða leggur af, þó
hún fái nóg af þeim.
Til þess að vjer íslondingar gætum sagt með vissu
um það, hversu mikið þarf af korni og öðru útlendu
fóðri á móti töðunni, þá þyrftum vjer að þekkja glögg-
lega efnasamband henuar; en meinið er, að vjer þekkj-
um það ekki. Vjer getum að vísu fengið að vita,
hvernig ýmislegt hey er samansett í öðrum löndum; eu
hver þorir að ábyrgjast, að óhætt sje að heimfæra það
til heyjanna á íslandi? Jeg hof sjeð ýmsar heytegundir
erlendis, og eptir útliti að dæma, ímynda jeg mjer, að
fátt af þeim jafnist á við beztu töð'u hjá oss,—snemm-
slegna, vel verkaða töðu af vel ræktuðu túni.— En tað-
an hjá oss á ekki saman nema nafnið; það ereins góð-