Andvari - 01.01.1884, Page 143
Um súrhey.
141
ur 1 fjórðungur af töðu af vel ræktuðu túni, eins og
IV2 fjörðungur af óræktartúni; snemmslegin taða er
langt um betri en seinslegin, og þá gjörir nýtingin ekki
minnst til, og fleira liefir áhrif á töðugæðin. Á meðan
vjcr getum ekki aíiað oss verulegrar þekkingar á efna-
sambandi þeirra fóðurtegunda, sem vjer höfum sjálfir
ráð á, og höfum engan áreiðanlegan grundvöll til að
byggja á samanburð vorn á heygjöf og korngjöf, þá
vorðum vjer að reyna að jafna lieyjum vorum saman
við útlont hcy, eptir því sem vjer höldum að fari næst
hinu rjetta; en efnasamband hinna útlendu heytegunda
getum vjer fengið að vita, eins og efnasamband korn-
tegundanna. Jeg hef í höndum skýrslur um efnasam-
band margra heytegunda frá Noregi, af ræktaðri og ó-
ræktaðri jörð. Þar er hey af mýrum í skógarrjóðrum,
som er talið Ijolegt hey; þar eru ýmsar heytegundir af
þurlendum engjum, og þar er hey frá seljum, sem er
ein hin bezta af öllum heytegundum í Noregi, og jeg
get ekki að óreyndu álitið, að bezta taða hjá oss standi
á baki seljaheyinu. Jeg vil nú ætla, að bezta hey
Norðmanna sjc ekki betra en bezta taða hjá oss; það,
sem þeir kalla meffalhey, sje á borð við ljettingstöðu og
bezta úthey, og þoirra Ijelega hey sje líkt og sinulítið
ljettings-úthey lijor á landi. Að vísu er þetta allt
saman »slumpa-reikningur«; en þegar birtuna vantar,
verður maður að þreifa. Jog set hjer talnaskrá yfir
efnasamband nokkurra fóðurtegunda, eins og menn
tclja það í Norvogi: