Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 147
Um súrhey.
145
ímynda sjer, að vel ræktuð taða og vel hirt í garð
standi hið minnsta á baki bezta heyi erlendis, heldur
þvert á móti, að hún sje másko enn þá ríkari af melt-
anlegum næringarefnum, þá get jeg ekki að svo stöddu
ætlað, að korn og annað aðkeypt fóður sje meira virði
til móts við töðuna en hjer er ráðgjört. Vjer vitum,
að ýmsar grastegundir, t. d. melgras og stör, sem er-
lendis er talið mjög ljelegt til fóðurs, er mjög ætilegt
og gott fóður hjá oss, og það gefur í minnsta lagi
grun um, að allar grastegundir hjer á landi sjeu í
rauninni mýkri og ríkari af meltanlegum næringarefn-
um en í heitari löndunum. 'Erlendis telja menn hæfi-
legt fóður fyrir mjólkurkú, að hún fái Vso Þyngdar
sinnar af bezta lieyi á dag. Að undanförnu lief jeg
látið vigta daglega heyið lianda öllum kúnum allan
veturinn, og aldrei gefið meira en svarar 1 pd. af heztu
töðu á móti 30 pundum af þyngd kýrinnar. En opt
liefir gjöfin fráleitt náð þessu, því talsvert hefir verið
gefið með af ljettingstöðu, sem hefir þá verið talin sem
fullgóð taða, og svo hefir ætíð verið gefið talsvert af
útheyi, og talin 3 pd. móti 2 töðupundum, en það
hefir varla að jafnaði verið nógu gott til þess. Af
þessari gjöf liafa kýrnar mjólkað fremur vel, þær
snemmbæru og fullorðnu 2000 til 3000 potta um árið,
og haldizt við beztu hold. Yfir allan gjafatímann hafa
þær venjulega borgað hvert töðupund, or þær hafa
fongið fram yfir viðhaldsfóður, með rúmu pundi af
mjólk, og við meiru er ekki búizt í öðrum löndum að
jafnaði. |>etta allt saman styrkir mig í þeirri trú, að
bezta taða hjá oss standi í minnsta lagi jafnfætis bezta
heyi erlendis, og að l1/*— 1V2 þd. af henni sje fullt
eins gott og 1 pd. af rúgi. Mín meining er, að taðan
verði að vera mjög Ijeleg, seinslegin, hrakin, illa hirt
eða óræklartaða, til þoss að meira þurfi af henni on 2
pd. á móti 1 pd. af rúgi; og til þcss að 3V2 pd. af
honni þuríi móti 1 pd. af lcorni, verður hún að vera
Andvari X. 10