Andvari - 01.01.1884, Side 152
150
Um áburð.
steinaríldnu, dýraríkinu og grasarílrinu. f>ar brúka
mcnn margs konar áburðartegundir, eins og náttúran
framreiðir pær, oe þar brúka monn líka afarmargar
tegundir af tilbúnuvi áburði. Þar eiu reistar stórar
verksmiðjur til að búa til áburð, ogáburðurinn er seldur
þar dýrum dómum, og fluttur langar leiðir á gufuskip-
um og gufuvögnum. Margar af þessum áburðarteg-
undum, bæði hinum sjálfgerðu og hinum tilbúnu, ciga
einungis við akurlendi; margar af þeim eru líka svo
dýrar, að ekki er tilvinnandi að brúka þær, nema þar
sem akuryrkjan verður stunduð í öllum blóma, og af-
rakstur jarðarinnar er í háu verði.
Jarðyrkja vor íslendinga er enn á lágu stigi, og
næsta fábreytt, og loptslag lands vors veldur því, að
hún verður ávallt svo, þó henni fari eðlilega fram.
Pað eru nú ekki heldur mjög margar áburðartegundir,
sem vjer eigum kost á heima hjá oss, og fáar munu
þær vera, sem tilvinnandi væri að fá fluttar frá öðrum
löndum. |>ær áburðartegundir, sem einkum koma til
greina hjá oss, eru mestmegnis úr dýraríkinu, nefnil.
saurindin (tað og þvag) undan húsdýrunum og því um
líkt, og þetta sama er nú í rauninni markverðustu og
fullkomnustu áburðartegundirnar í öllum löndum.
J>ó menn kalli öll þau efni áburð, sem höfð eru
til að blanda saman við jörðina, til þess annaðhvort að
bæta eðlisástand hennar eða til að auðga hana, eða
hvorttveggja, þá er þó í daglegu tali með orðinu
áburður einkum átt við alls konar tað og þvag undan
húsdýrunum. I’essi efni hafa menn fyrst haft til á-
burðar á þann jarðveg, sem þeir vildu láta bera sem
mestan og beztan gróður, af því menn sáu, að þar.
sem saurindi úr dýrum fjellu niður, spratt meira og
betra gras en annarstaðar. þ>essi efni hafa menn líka
hvervetna við hendina meiia og minna. J>essar áburð-
artogundir eru og þær einu, sem hafa öll þau efni,
sem jurtirnar þurfa, oða cru oinhlítar til að viðhalda