Andvari - 01.01.1884, Side 153
Um áburð.
151
frjóvsemi jarðarinnar. Flestar eða allar aðrar áburðar-
leguúdir, hversu djrar sem þær eru, og livcrsu gagn-
legar sem þær kunna að vera, vantar þó fleiri eða
fæni af þeim efnum, som jurtirnar þurfa, cða þær hafa
þau í svo óhentugu hlutfalli, að þær geta ekki, hver
út af fyrir sig, viðhaldið jarðargróðanum til lengdar,
nema í sambandi við dýrasaurindi. Allar ræktarjurtir
þurfa mikið af holdgjafa, kalísöltum og fosfórsýru, og
dýrasaurindin hafa einmitt mikið í sjer af öllum þess-
um efnum, Dýrasaurindi vekja líka efnabreytingar í
jörðinni um leið og þau rotna þar, og breyta þá ýms-
um óleysanlegum efnum í jörðunni í jurtanæringu;
einnig auka þau mjög grasmoldina í jarðveginum, sem
svo nauðsynlegt er að nóg sje af, til þess að hann sje
hæfilegur bústaður fyrir jurtirnar.
£ó að dýrasaurindin sjeu yfir liöfuð ágætur ábarð-
ur, þá eru þau ekki öll jafngóð, ekki jafngóð undan
öllum skepnum, nje ætíð jafngóð undan sömu skepnu.
pað er margt, sem hefir áhrif á samsetningu og gæði
þeirra. Fyrst og fremst ræður fóðrið, sem skepnurnar
lifa á, frjóefna-auðlegð og gæðum ábuiðarins að mildu
leyti, því efni þau, sem skepnan leggur frá sjer í á-
burðinum, hefir hún öll fengið í fæðunni. En hún
skilar ekki öllúm þeim efnum aptur í áburðiuum, som
hún fjekk í fóðrinu; mikið af þeim missist við andar-
drátt og hörundsgufun, eða for í það, sem skopnan
gefur af sjer: mjólk og ull, eða gengur dýrinu til vaxt-
ar og viðgangs. þegar maður ber saman þyngd hinna
þurru efna, scm skopnan fær í fóðrinu á vissum tíma,
og þyngd liiniia föstu cfna í sauiindunum, sem skcpnan
leggur frá sjer á sama tíraa, þá sjest, að fóðrið heíir
ljetzt um helming eða meira. |>ví kraptminna og
vatnsbornara sem fóðrið er, því vatnsblandnari verða
saurindin.
Fóðurjurtirnar eru samsettar af ýmsum ólíkum
efnum, allar af hinum sömu, en í mjög mismunandi