Andvari - 01.01.1884, Side 155
Um áburð.
153
að mikið sje af efnum þessum í áburðinum, eins og
boldgjafabornu efnunum og steinefnunum, og hvort-
tveggja þessara síðartöldu efna, sem dýrið fær í fæðunni,
dvelja um stund i líkamanum, meðan jafnmikið af sömu
efnum líkamans uppleysist og hverfur burt mestmegnis
með saurindunum, einkum í pvaginu, svo í því koma
stundum öll, stundum mestöll holdgjafaefni og flest
steinefni aptur, sem í fóðrinu voru, eða samsvarandi
mikið af þeirn. tað af fóðrinu, sem ekki meltist ásamt
ýmsum uppleystum steinefnum, fer burt í taði dýranna.
Ekki koma öll þau næringarefni, sem í fóðrinu eru,
skepnunum til nota; meltingarfærin ná þeim ekki
öllum; jafnan eru sum af þoim inni byrgð í svo
sterkum, órofnum, ómelianlegum blöðrum, að melt-
ingarvökvarnir geta ekki leyst þau upp og flestar fóður-
tegundir hafa í sjer mikið af ómeltanlegu blöðruefni. í
töðunni er t. d. 30 pd. af ómeltanlegum efnum í hverj-
100 pundum, en meira og minna eptir ýmsum ástæðum.
Opt eru líka næringarefnin í fóðrinu ekki í þeim hlut-
föllum, sem dýrin þurfa, og það sem þá er af sumum
efnum fram yfir þarfir líkamans, fer burt aptur með
saurindunum án þess að breytast mikið. Því meira sem
fóðrið hefir í sjer af holdgjafa-efnum og söltum, því
meira kemur af efnum þessum í saurindunum, og það
eru einmitt þau efnin, sem eru dýrmætust fyrir jurtirn-
ar. Nokkuð af þeim gengur að vísu til annars. Öll
afnot dýranna: mjólk, ull, vöxtur, fitun, erfiði, allt þetta
tekur nokkuð af holdpjafa og steinefnunum úr fóðrinu,
en meiri parturinn verður þó eptir í því. Með því að
rannsaka efnasamband fóðursins, sem skepnurnar fá, og
saurindanna, sem koma af fóðrinu, hafa mcnn komizt
að því, hverjum breytingum fóðrið er undirorpið á leið-
inni gegnum meltingarfæri dýranna. Með þessu móti
hafa menn fundið, að af kolefni, eldi (súrefni) og vatns-
efni, sem í fóðrinu er, hverfur við andardrátt og hör-
undsgufun helmingur eða meira, af holdgjafanum hjer