Andvari - 01.01.1884, Side 157
Um áburð.
155
sem kom á sama tíma eptir holdgjafasnautt fóður (hálm,
jarðepli, rófur). Jpcgar fóðrið er þurrt og kjarnmikið,
auðmelt og nærandi, verður áburðurinn lítill fyrirferðar,
en kraptmikill; því þá þarf skepnan svo lítið fóður til
að vera vel haldin og þá gcngur megnið af efnunum út
í líkamann, og endurnýjar hann, en hinir brúkuðu lík-
amspartar fara burt aptur í saurindunum. En sje fóði-
ið tormelt og hafi inikið í sjer af viðarefni, en lítið af
næringarefnum, þá verða saurindin fyrirferðarmikil, því
þá meltist ekki nema lítill partur af fóðrinu, og skepnan
verður að jeta mikið til þess að fá nægilogt af næring-
arefnuin sjer til viðhalds, og meiri partur fóðursins fer
þá burt aptur ónotaður, en áburðurinn verður þá krapl-
lítill. J>egar kúm er gefin góð, snemmslegin, bliknuð
taða, verður áburðurinn undan þeim langt um fyrir-
ferðarminni heldur en þegar þeim er gefið mikið af út-
lieyi, en liann verður aptur langt um betri. fví vatns-
bornara, sem fóðrið er, því vatnsblandnari og krapt-
minni verða saurindin. í öðrum löndum álíta menn,
að þegar skepnur eru fóðraðar á lieyi og korni, sje eitt
lilass af saurindum þeirra allt að því tvöfalt frjóefna-
meira heldur en þegar skepnurnar eru fóðiaðar á grænu
grasi og öðru safamiklu fóðri ; sumarmykja undan kúm
er því tæplega eins kraptmikill áburður, eins og vetrar-
mykja, ef kýrnar eru vel fóðraðar á töðu.
Aldur dýranna hefir mikil áhrif á gæði áburðarins.
Meðan skepnurnar eru ungar, leggja þær mikið af öllum
efnum í vöxtinn. Þess vegna eru saurindi undan ung-
um dýrum langt um frjóefnasnauðari eptir sama fóður,
’neldur en undan fullorðnum. í 1000 pundum af þvagi
undan ungkálfum, sem lifðu á mjólk, hefir fundizt ein-
ungis 1 pd af fóstum efnum, og ekki nema að eins
vottur af holdgjafa, þar sem 1000 pd af þvagi úr full-
orðinni kú hafði í sjer 80 pd af föstum efnum og 8 pd
af holdgjafa.
Pegar dýrin erfiða og svitna, oyðist langt um meira