Andvari - 01.01.1884, Síða 161
Um áburð.
159
áhiifin af einni teðsiu koma fram á 2—3 árum. Ekki
á mykjan oins vol við kalda jörð og pjetta, svo sem
leirjörð, eins og við sandjörðina, sem er hlýrri og laus-
ari. Sumarmykja er fjarskalega vatnsborin, en samt
verður hún góður áburður, ef nógu af þurri mold eða
öðrum þerrandi efnum er blandað saman við hana. iil
að drekka í sig allan lög. Hún hefir meira að tiltölu af
uppleystum söltum en vetrarmykjan, og þarf skemmri
tíma til að uppleysast og verða að jurtanæringu, og
liefir þess vegna fljótari verkanir. [>ar sem kýr eru
látnar liggja úti að sumritiu, missist svo mikið af áburði,
að það nemur hjer um V6 part af vetrarmvkjunni. Sum-
ir hafa látið kýr liggja í bæli eða bundið þær á túninu
allar saman við einn stóran staur, er ílytja mátti eptir
þörfum, og látið þær liggja þar að nóttunni; og or
þetta hvorttveggja langt um betra en að láta kýrnar
liggja út um hagann, hvar sem þeirn sýnist sjálfum; og
þó að ekki verði fullkomlega eins mikil not að áburð-
inum með þessu móti eins og í góðu fjósi með góðri
áburðarliirðingu, — fremur af því að rótin treðst töluvert
af kúnum, og brenna vill undan sterkum áburði á með-
au grasið er að sprotta, holdur en af hinu, að frjóefnin
rjúki burt úr taðinn—,þá er þessi aðferð til að nýta
sumarmykjuna langt um hentugri og betri, on að liýsa
kýrnar í slæmum fjósum, þar sem áburðurinn er illa
hirtur.
Hrossatað er almennt haft til áburðar; en af því
að svo miklu minna er til af því en mykjunni, þá gæt-
ir þess minna. Svo er hestum víða gefið Ijelegt fóður,
og haldið að miklu leyli á útigangi; er þá tað þeirra
fremur ljelegt. Þetta er þvert á móti, ef hestar eru
fóðraðir eins vel og kýr. Má sjá af töflunni, að hrossa-
tað hefir þá tvöfalt til þrefalt meira af holdgjafa, kalí
og natron og fosfórsýru, lioldur on kúamykja. Hrossa-
taðið er langt um þurrara en mykjan, svo þurrt, að
það heldur venjulega í sjer öllu þvaginu; einnig er það