Andvari - 01.01.1884, Side 164
162
Um áburð.
einstöku menn fóru að mjólka ær í færikvíum, í því
skyni að hagnýta þau saurindi, er fjellu frá ánum á
meðan á mjöltunum stóð. J>að, sera þannig notast af
sumartaði ánna, er reyndar lítið, en munar þó talsvert
þar, sem margar ær eru, og hentug jörð fyrir færikvíar.
Færikvíarnar eru hentugastar á gljúpan og lausan jarð-
veg, en síður á leirborinn og þjettan, því þar, sem
kvíarnar ganga um, treðst jarðvegurinn mjög og festist,
einkum ef þær eru hafðar í sama stað fleiri ár. Hent-
ugar eru færikvíar til þess að koma fyrstu rækt í harð-
lenda eða mosagróna en þurra óræktarjörð, og er þá
bezt að bera mykju og jafnvel vel fúna mold á á milli,
en láta ekki færikvíarnar ganga um sama blettinn ár
eptir ár. Nýlega eru menn farnir að hirða meira af
áburðinum undan ánum á sumrin, með því móti að
láta þær liggja svo sem 5—7 stundir að nóttunni inni
í girðingu, frá því ær fara að bera á vorin og þar til
eptir rjettir, eða hjer um bil 16 vikna tíma. Háir
þetta ánum alls ekki, en eflir mjög töðuræktina; má á
þennan hátt halda allgóðri rækt í einni dagsláttu með
hverjum 20 ám. Girðingar þessar kalla menn nátt-
haga; en rjettara væri að nefna þær bæli, því að í
þeim liggja ærnar, en hafa þar alls enga beit. Til þess
að sem mest not verði að fjárbælunum, þurfa þau að
vera lítil, eða, sje gjörð stór girðing, þá er bezt að
skipta henni sundur í smágirðingar, svo að ekki þurfi
að bæla lengur en 10—14 nætur í sama bæli til þess
að fá nógan áburð. Sjeu ærnar 100—120, er hæfilogt
að hvort bæli sje hjer um bil % dagslátta; má á þcnn-
an hátt teðja nægilega hjer um bil 5 dagsláttur með
100 ám, og sje jarðvegurinn þur og allgóður, þá má
gjöra ráð fyrir 7 hcstum af góðri töðu af hverri dag-
sláttu í meðalári: verður það rúmlcga einn hestur fyrir
hverjar 3 ær. IJotta kann að sýnast nokkuð hátt,
þcgar það er borið saman við vctrartaðið, sem ráðgjört
er að undan hverjum 40 kindum geti gefið 15 hesta af