Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 167
Um áburð.
165
sig líka frá vatninu og liinum uppleystu efnum, sem
því eru samlöguð, liún sezt ofan á, af því liún er ljett-
ari, og það er rjóminn. Sje öll feitin skilin frá, þá
verður eptir tær og hálfgagnsær lögur, sem er vatn
með uppleystu ostefni, sykri og söltum. Þessi lögur
vcrður ekki framar aðgreindur í efni sín, nema annað-
hvort með efnabreytingum eða með því að hita löginn
og breyta öll'u vatninu í gufu; verður þá ostefnið, sykr-
ið og söllin eptir, sem fast efni. Eptir því sem nú
heíir verið sagt, gæti mjólkin ekki verið jurtanæring,
eins og hún kernur fyrir, því ekki eiu öll efni hennar
uppleyst, en aptur á móti mætti virðast, að lögurinn,
sem eptir er, þegar rjóminn er burtu tekinn, nfl. vatn-
ið með uppleystu ostefni, sykri og söltum, gæti verið
jurtanæring, því að þar eru efnin uppleyst; en það er
þó ekki. Jurtirnar þurfa efnin í vissum myndum og
vissum samsetningum. Ostefnið er holdgjafaborið efni,
og þess konar efni taka jurtirnar ekki til sín, eins og
þau koma fyrir í jurta- eða dýraríkinu, þó þau sjeu
leysanleg; þær taka holdgjafann ekki í öðrum sambönd-
um en sem stækindi eða saltpjeturssýru. Öll hold-
gjafaborin efni verða því að ummyndast, og verða að
stækindi eða saltpjeturssýru, svo þau geti orðið hæíileg
jurtafæða. Sykrið, sem er uppleyst í mjólkurleginum,
verður einnig að breytast og úr því að myndast kol-
sýra og vatn; þannig hljóta öll holdgjafalausu efnin úr
dýra- og grasaríkinu einnig að ummyndast áður en
jurtirnar geta haft not af þeim. Söltin, sem í mjólk-
inni eru, þurfa cinnig að breytast, til þess að vera
hentug jurtanæring. Öll efni, sem jurtirnar eiga að
taka til sín, þurfa að vera mjög vatnsborin. Ef lögur-
inn, sem á að næra jurtirnar, er ekki talsvert þynnri
og vatnsbornari en safinn í þeim, þá kemst hann ekki
inn í þær. Af þessu má sjá, að til þess að áburður-
inn komi jurtunum að notum, verða öll efni hans að
vera uppleyst og í vissum samböndum og blönduð