Andvari - 01.01.1884, Síða 168
166
Um áburð.
nógu vatni. fotta er nú ekki svo að skilja, að ekki
sjo til neins gagns að bera á, nema áburðurinn sje
svona á sig kominn. Áburðurinn getur fengið allar
nauðsynlegar breytingar 1 jarðveginum, en hann þarf
nokkurn tíma til þess. þegar maður ber nýtt tað úr
skepnum á, þá getur það ekki strax nært jurtirnar.
fað verður fyrst að rotna, svo verður regnið að koma
og skola úr því þau frjóefni, sem leysanleg eru, og færa
þau niður í jörðina; þar breytast þau enn fremur og
blandast vatni, þar til jurtirnar geta tekið þau til sín.
En þetta allt tekur opt langan tíma, og á meðan það
er að komast í kring, mega jurtirnar bíða eptir nær-
ingunni, sem áburðurinn átti að færa þeim. En sje
áburðurinn fyrst látinn rotna, síðan leystur upp í vatni
og þynntur mjög, og borinn svo á, þá vantar ekki
annað á, að hann sje fullkomlega tilreiddur, en að
hann blandist enn þá meiru vatni, og í jörðunni er
jafnan nóg vatn til þess; svo þegar áburðurinn er bor-
inu á, þannig tilreiddur, geta jurtirnar samstundis
haft hans not. Að færa jurtunum fastan og óuppleyst-
an áburð, í staðinn fyrir fljótandi og uppleystan, er
því sama sem að gefa hungruðum manni korn að eta
í staðinn fyrir brauð.
Aburðurinn, einkum dýrasaurindin, er sambland af
föstum og fljótandi efnum; mikið af þeim er vatn, og
í því vatni eru hin föstu efni, ýmist uppleyst og sam-
löguð því, eða einungis blönduð saman við það um
stundarsakir. Föstu efnin í áburðinum eru ómeltar
eða óuppleystar jurta- og dýraleifar og óleyst sölt.
Mikið af taði húsdýranna er því óuppleyst blöðruefni,
ásamt ýmsum fieiri efnum, sem eru inni byrgð í blöðru-
efninu; þarf það allt að uppleysast og umbreytast til
að geta orðið jurtanæring. í'að er öllum kunnugt, að
allar dýra- og jurtaleifar brevtast og ummvndast, ef
þær verða fyrir áhrifum hita, lopts og vatns; en ekki
þurfa öll þess konar efni jafnlangan tíma til þess.