Andvari - 01.01.1884, Page 170
168
Um áburð.
eða í rauninni dýrmætasta efni sitt. En ltomist par á
móti loptið óhindrað að áburðinum á meðan hann
rotnar, þá myndast saltpjeturssýra í stað stækindis, og
hún er ekkí reikul, hún gengur í samhand við stein-
efnin og geymist í áburðinum eða færist með regn-
vatninu niður í jörðina. Af steinefnunum missir á-
burðurinn ekki mikið við ganginn; reyndar hverfur
nokkuð af fosfór og brennisteini burt með fosfórvatns-
efni og brennisteinsvatnsefni, er myndast úr holdgjafa-
samböndunum; en jafnan er þó talsvert eptir af báðum
þessum efnum í öðrum samböndum. Við ganginn
hverfur mikið burt af kolsýru og vatni; en það er lítill
skaði, því sjaldan er skortur á þeim efnum í jörðunni;
og ef maður gæti hagað svo til, að áburðurinn missti
einungis kolsýru og vatn við rotnunina, þá væri sá
missir fremur til bóta en baga, því áburðurinn yrði þá
fyrirferðarminni og kraptmeiri og minna verk væri að
bera hann á. En eins og venjulega er farið með á-
burðinn, er ekki unnt að hindra stækindishvarfið, ef
áburðurinn rotnar og uppleysist á annað borð, og eina
ráðið er þá, að blanda þeim efnum saman við hann,
sem taka stækindið í samband við sig jafnóðum og
það myndast, eða halda því föstu á annan hátt, og
verður síðar minnzt á þau. Þar sem menn hafa ná-
kvæmlega tekið eptir, hvað mikið áburðurinn rýrnar við
rotnunina í haugstæðinu, hefir sjezt, að hver 100 pd.
af nýrri kúamykju, sem hafði í sjer lijer um bil 40—50
kvint af holdgjafa, missti:
1, 20 pd. af þyngd sinni og 5 kvint af holdgjafanum
við að hdlýrotna, það er: rotna svo, að heystrá
og annað slíkt, sem í mykjunni er, sje farið að
stekkjast;
2, 40 pd. af þyngd sinni og 10 kvint af holdgjafan-
um við það að rotna, þar til hún var orðin meyr,
mjúk og samfeldin som smjör;