Andvari - 01.01.1884, Page 171
Um áburð.
169
3, 50—60 pd. af þyngd sinni og 20 kvint af hold-
gjafanum við að rotna til fulls og vorða sem mold.
Af þessu má sjá, að fjarska-mikið noissist af áburðin-
um, þegar hann rotnar, án þess nokkrum ráðum sje
beitt til að halda frjóefnunum föstum. Sá áburður,
sem heiir náð að rotna fullkomlega, er orðinn að miklu
leyti tilreidd jurtanæring, og befir því miklu skjótari
áhrif á jurtagróðurinn en nýr áburður. Þess vegna
sýnist gamall og uppleystur áburður að vera kraptmeiri
en nýr. Að vísu eru 100 pd. af vel uppleystum á-
burði betri en jöfn þyngd af nýjum (það er að segja,
ef rigningarvatnið hefir ekki skolað úr honum frjóefnin);
en meðan hann var að rotna hefir mjög mikið af frjó-
efnum kans tapazt.
4, Um það, hvernig bezt er að safna áburðí og geyma hann.
Hjer að framan hefir verið sýnt, að þvag húsdýr-
anna er langt um frjóefnameira að tiltölu en taðið, og
þarf líka skemmri tíma til að verða hæfileg jurtanær-
ing. Af því má ráða, að mikið ríður á að safna þvag-
inu vandlega og sjá fyrir, að sem minnst af því miss-
ist. það er einkum hvað nautpening snertir, sem þetta
kemur til greina, því undan hrossum og sauðQe er
vetrartaðið svo þurrt, að það sígur í sig allt þvagið,
nema fóðrið sje óvenjulega safamikið. Um sumartað
hrossa og sauðfjár er öðru máli að gegna; þá lifa
skepnurnar á svo safamiklu fóðri, að saurindin verða
all-vatnsborin, og taðið getur þá ekki tekið móti öllu
þvaginu. Saurindi nautpenings eru ávallt svo vatns-
borin, að mestallt þvagið sígur frá, og til þess að það
missist ekki, þarf annað tveggja, að safna því í vatns-
holda gryfju eða bera svo mikið á fiórinn af þurri
mold, eða öðrum þerrandi efnum. sem þarf til að þerra
upp allt þvagið. í öðrum löndum bera menn venju-
loga svo mikið af hálmi undir gripina, sem nægir til
að þorra upp þvagið; en sumstaðar er svo um búið, að