Andvari - 01.01.1884, Side 175
Um súrhey.
173
liæfilcga úpploystur, hve nær sem maður viltli bora á,
þá álít jeg vafalaust tilvinnandi að koma upp slíku
liaugshúsi. Aðalatriðið er það, að búa svo vel um, að
áburðurinn geti ekki frosið til muna í hinum grimm-
ustu vetrarhörkum; því ef haugurinn nær að gagnfrjdsa
í húsinu, þá stöðvast allar efnabreytingar í honum, og
liann hættir að uppleysast; en ekki nóg með það,
haugurinn er þá ver kominn inni en úti, því hann
þiðnar þá langt um seinna að vorinu heldur en of hann
liefði verið undir beru lopti. En væri haugshúsið með
þykkum torfveggjum, og þykku og vönduðu þaki, og
vel búið um dyrnar, þá mundi áburðurinn trauðlega
geta frosið, einkum ef talsverðu af lnossataði væri
smámsaman blandað sarnan við mykjuna. En hvernig
som nú haugstæðið er umbúið að ofan, livort sem það
er haft opið eða undir þaki, þá er umbúnaður þess að
neðan ávallt hinn sami. Haugstæðið verður nfl. ætíð
að gjörast vatnshelt, ef maður vill vera viss um, að
ekkert af frjóefnum sígi burt úr áburðinum. Það er
nógsamleg roynsla til fyrir því, að í opnu, óþjettu
haugstæði missir áburðurinn langt um meira af fijó-
efnum við það, að þvagið sígur allt burt, og regnið
skolar allt leysanlogt úr mykjunni, og fer með það ým-
ist ofan í jörðina eða sígur frá ofan jarðar; heldur on
við það, sem rýkur upp í loptið af efnunum við rotn-
anina, og þó er það talsvert, ef engin útsjón er höfð
ti) að halda þessum reikulu efnum kyrrum. Kalí og
önnur sölt, sem strax eru leysanleg í áburðinum, skol-
ast burt með regn- og snjóvatni, og eptir því sem á-
burðurinn uppleysist betur, eptir því skolast meira
burt af frjóefnum hans. I’að, sem svo seinast verður
eptir, er opt ekki annað en hrat eitt kraptlítið og ó-
uppleyst. Til þess að gjöra haugstæðið vatnshelt,
þarf fyrst að hlaða kring um það hjer um bil þriggja
feta háan garð, ef það á að vera opið. Dugað getur
að hlaða kring um haugstæðið úr nýristum streng, og