Andvari - 01.01.1884, Page 177
Um áburð.
175
mykjunni gegn um dyr eða gat á milliveggnum, og
jafna kana svo yíir hauginn í húsinu; einnig er áríð-
andi, að þægilega verði komizt inn 1 það með kerru
gegn um aðaldyrnar, sem byrgja skal vandlega á liaust-
in. Sje þvagið ekki þerrað upp með mold, heldur
safnað saman sjer í lagi, þarf samt að blanda mykjuna
með nokkurri mold, og má þá gjöra það í haugstæð-
inu, þannig, að mykjunni er á nokkurra daga fresti
dreift vel, og síðan borið lag af mold á ofan; verður
þá kaugurinn moð þunnum lögum af mykju og mold á
víxl. Hversu stórt haugstæðið þarf að vera, fer náttúr-
lega eptir nautgripafjölda, eptir því, hvort þvagið er
allt þerrað upp með mold eða ekki, og fyrir hvað lang-
an tíma því er ætlað að rúma áburðinn. fað er nú
varla þörf að hafa haugshúsið syo stórt, að það rúmi
ársmykjuna; en varla má það vera minna en svo, að
það rúmi 5 mánaða áburðinn undan öllum kúnum.
Mykjan undan einni kú er talin hjer um bil eitt ten-
ingsfet á dag, og sje */» teningsfet af mold haft til að
þerra upp þvagið, verður mykjan með mold og þvagi
hjer um bil 250 teningsfet undan kúnni í 5 mánuði.
Þar sem væru 6 kýr, þyrfti þá haugshúsið að vera t. d.
14 álna langt, og 6 álna breitt, þegar ráðgjört er, að
áburðurinn vorði 5 fet á þyklct og autt pláss er ætlað
í oinu horni fyrir mykjulagargryfjuna. Sje nú ekki
mold blandað í mykjuna, til að þorra upp þvagið, má
húsið vera lijer um hil */4 minna. Opið haugstæði
þarf að vera allt að því tvöfalt stærra en haugshúsið.
Safngryfjan fyrir þvagið, som kemur í 8—10 mánuði
undan 6 kúm, þarf að rúma hjer um bil 600 tonings-
fet, og ef hún er gjörð 6 feta djúp og 8 feta brcið,
þarf hún að vera 13 fet á lengd. Erlendis tolja menn
ekki annað duga, en að klaða upp allar safngryfjur úr
steini samanlímdum með vatnslími (hydratisk Cement)
eða gjöra þær úr samanplægðum plönkum með fast-
troðnu leirlagi allt um kring. I’etta er nú sjálfsagt