Andvari - 01.01.1884, Qupperneq 178
176
tTm áburð.
endingarbezt og ótvílugast; en það mundi verða alldýrt
lijá oss, ög því hef jeg ráðið til, að hlaða gryfjurnar
upp með grjóti og leir, sem alstaðar er fáanlegt. J>að
er líka reynsla fyrir því, að sjeu gryfjurnar vandlega
gjörðar, þá verða þær vatnsheldar, að minnsta kosti
allmörg ár. En þess þarf vel að gæta, að hafa nóg af
leirnum fyrir utan hleðsluna og berja hann svo vel,
bæði þar og milli laganna og steinanna 1 laginu, að
hvergi geti smugur verið. Til þess að fá leirinn sam-
feldan og þjettan, verður að berja hann áður eins og
kalk með nokkru vatni, eða láta liest troða hann ella í
stórri gröf. Þar sem jarðvegur er leirborinn og vel
fastur, sýnist jafnvel hafa dugað að hlaða safngrafir úr
tómum streng; en alveg ótiltækilegt er, að hlaða
gryfjurnar úr grjóti og torfi, eða grjóti einu saman,
sem sumir hafa þó gjört; helzt þá ekkert í gryfjunum,
nema jarðvegurinn sjálfur sje svo fastur, að okki gangi
vatn í hann, sem sjaldgæft mun vera.
Hjer hcfir nú verið sýnt fram á, hvernig skuli sjá
fyrir því, að ekkert af þvaginu missist, og ekkert af
mykuieginum sígi burt, og þetta er nú líka aðalatriðið
við áburðarsafnið; en þess hefir áður verið gotið, að
stækindi myndist í áburðinum við rotnunina, og rjúki
burt, ef ekki sje að gjört. íöðrum löndum blanda menn
ýmsum efnum í áburðinn til að binda stækindið (varna
því að rjúka burt), jafnóðum og það myndast. Afþoim
efnum, sem ganga kaupum og sölum, má einkum nefna
til þess brennisteinssýruna, einnig járnvitríól, brenni-
steinssúra magnesíu, gips o. fi.; en um þess konar er
varia að tala hjer á landi. Hjor á landi gengur öll
rotnun soinlega, og í köldu voðri getur þvagið geymzt
iengi í safngryfjum, þegar þær eru byrgðar, án þess að
rotna mikið; mundi því varla þurfa að blanda neinu
saman við það. Til að varna stækindum að rjúka
burt úr haugunum liöfum vjer handhægt efni, og som
líka cr brúkað í öðrum löndum; það er mómold og