Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 182
180
Um áburð.
um, eru holdgj'afinn, fosfórsýran og kalíið, og hin
önnur efni hans eru naumast talin með, svo þykja þau
lítilsvirði móts við hin þrjú. fetta kemur ekki af því,
að t. d. kolefni, vatn, kalk, kisilsýra o. s. frv. sjeu ekki
eins nauðsynleg fyrir þrif og þroska jurtanna eins og
holdgjafi, kalí, og fosfórsýra, heldur af hinu, að það eru
einkum þessi síðasttöldu 3 efni, sem jarðvoginn vantar
venjulega; jurtirnar taka mikið af þeim frá honum, og
það eru því einkum þau, sem þarf að útvega með áburð-
inum. Hafi maður nú ákveðið verð á þessum þromur
efnum, og viti svo hjer um bil, hversu mikið erafþoim
hverju fyrir sig í þeim áburði, sem maður hefir til um-
ráða, þá er hægt að reikna verð hans. pessa aðferð við-
hafa margir erlendis, og leggja þá söluverð verzlunar-
áburðarins til grundvailar, eða það verð, sem þar er á
holdgjafa, fosfórsýru og kalí. En við þonnan reikning
er þó ýmislegt athugavert, einkum það, að ofnin eru
ekki jafn leysanleg, eða jafn tilreidd jurtafæða í öllum
áburðartegundum, on þetta hefir mikil áhrif á notagildi
efnanna. Eptir því sem þau eru auðleystari eða botur
tilroidd, eptir því koma þau fyr að notum, og eptir því
eru þau metin liærra. í áburðinum undan húsdýrunum
eru efnin venjulega miður tilreidd en í ýmsum verzl-
unaráburði, og verð þeirra er því sett hjer urn
bil */3 lægra. V. A. Dircks, kennari við búnaðar-
háskólann í Ási, heíir nýlega metið verð holdgjafans 50
aura, fosfórsýrunnar 15 aura og kalí 12 aura irnndið í
nýjum áhurði undan húsdýrunum, og sett verðið Vs lægia
en efni þess kosta í verzlunaráburði. Setur hann verðið
talsvert lægra en ýmsir aðiir rithöfundar, og segist gjöra
það með ásetningi, til þess að vera viss um að meta
áburðinn heldur of lágt en of Iiátt. Ef maður vildi nú
nota þennan mælikvarða lijer á landi til að virða áburð-
inn, þá þyrfti maður að geta farið nærri um efnasam-
band hans. Til þoss þyrfti í rauninni að rannsaka ýms-
ar áburðartegundir á ýmsum stöðum; en þar sem kýr