Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 184
182
TJm áburð.
áburðurinn er, t. d. undan 1 kú um árið og undan sauð-
kind yfir veturinn, eða þann tíma að sumrinu sem mað-
getur hirt hann o. s. frv.; þá fæst glöggvara yfirlit yfir
þann skaða sem hlýzt af að hirða ekki áburðinn.
Hversu mikið fæst af áburði undan Qenaðinum,
stendur í sambandi við fóðurmagnið. Fyrir hvert pd af
heyi, sem kúm og hestum er gefið, telja menn hjer um
2 pd af taði, og þvagið að auk. Sumir telja líkt und-
an sauðfje, en aðrir mimia, nfl. 1V3—í1/* þð, og mun
það láta nær sanni hjá oss. þetta getur nú reyndar
ekki náð heim hjá oss, hvað vetrartað liestanna snertir,
af því þeir eru almennt svo illa fóðraðir, en hvað kýrn-
ar áhrærir, og sumartað hrossanna, ætti hlutfallið milli
fóðurs og saurinda að geta verið líkt hjer og í öðrum
löndum. Eáðgjöri maður, að meðalkú sje gefið hjer utn
25 pd af góðri töðu á dag, eða jafngildi þess af töðu
og útheyi til samans, þá ætti mykjan undan henni að
vera 50 pd og þvagið 25 pd, eða máske meira, ef fóðr-
ið er mjög útheyisborið, en kýrin þó vel fóðruð. Votr-
armykjan í 35 vikur verður þá 12,250 pd, en þvagið
6,125 pd undan kúnni. Um sumartímann, 17 vikur. jetur
kýrin svo sem hún vill, og er óhætt að reikna, að hún
leggi frá sjer jafnmikið af áburði á hverjum sólarhring
og að vetrinum; en af því kýrin liggur ekki inni nema
hjer um bil ‘/s af sólarhringnum, er nóg að reikna x/s af
sumaj-mykjunni, sem verður eptir sama reikningi 1980
pd af mykju, og 990 pd af þvagi. Eptir þessu kemur
þá undan kúnni um árið rúmlega 14,000 pd af taði,
og 7,000 pd af þvagi. Eg vil nú gera ráð fyrir, að
þessi áburður sje J/4 frjóefnasnauðari en sá áburður, sem
taflan hjer að framan sýnir ; því gera má ráð fyrir, að
áburður sem kemur af heyi einu, þó mikið sje í því af
töðu, sje ekki eins frjóefnamikill eins og sá sem kemur
afgóðu heyi og korntegundum, og öðru kjarnfóðri. Ept-
ir þessu fáum vjer þá árlega í áburðinum undan 1 kú: