Andvari - 01.01.1884, Side 185
Um áburð.
183
í 14,000 pd af taði, hjer um bil pd 31 holdgj., IJ kalí og natrum, 24fosfór
- 7,000 pd afþvagi,hjerumbil - 42 --73---------------------
Til samans: 73------84------------24-------
Sje nú reiknað, hvað áburðurinn undan kúnni geti
kostað eptir þessu, og eptir því verði sem sagt var að
Dircks liaii sett á hoidgjafa, kaií og fosfórsýru, þá
verður taðið á kr. 20,42, og þvagið á kr. 29,76, eða
alls á kr. 50,18. Eptir þessum reikningi ætti þvagið
undan kúnni að vera nærfelt hálfu meira virði en taðið,
og má af því sjá, hversu mikill skaði er að hirða það
okki.
Af því enginn áburður gengur kaupum og sölum
manna á milli hjá oss, og verð frjócfnanna verður því
ekki byggt á innlondu söluverði, þá hefi jeg farið eptir
verði þeirra í Norvegi og Danmörku, og kann slíkt að
virðast all-ísjárvert, á meðan ekki hefir verið sýnt fram
á, að áburðurinn borgi sig eins vel hjá oss, eins og í
þessum löndum. Langtum viðfeldnara væri að vísu að
reikna verð áburðarins eptir þeim notum, sem hafa má
af honum til grasræktar: miða verð hans við þan.n töðu-
auka, sem hann gjörir. Hvergi hjerálandi—svojegviti
— hafa enn þá verið gerðar nákvæmar tilraunir með á-
burðinn; hvergi verið atliugað, hversu mikill áburður
fengist, undan 1 kú, eptir ákveðið fóður, og liversu mik-
ið og hversu gott gras gæti sprottið upp af vissri þyngd
af taði eða þvagi. fað eru einmitt þess konar tilraun-
ir, sem geta sýnt manni hið rjetta; á meðan þær vanta,
verða allir vorir reikningar mciri og minni skekkju und-
ir orpnir, og hljdta að gjörast moira eða minna af handa-
liófi. En »betra er veifa röngu trje en öngvu», segir
máltækið. Dað er eflaust rjettara að reyna til að gera
sjer einhverja hugmynd um verðgildi áburðarins, og nota
til þess þær líkur, sem sannlegastar fést, en að gefa
honum engan gaum, oins og hann væri einkisvirði. Bún-
aðarvísindin flytjast smámsaman inn í land vort, og þau