Andvari - 01.01.1884, Síða 192
190
Um áburð.
inum, hvorki hverfa efni hnns upp í loptið, nje skolast
með vatninu ofanjarðar eða síga með því niður fyrir
grasrótina. En þegar áburðurinn er borinn á í föstu
ástandi, er hann vart nokkurn tíma svo tilreiddur, að
liann komi allur jurtunum að notum fyr en á 2—;5
árum, og þegar liann á að geymast svona lengi í jörð-
inni, getur ekki hjá því farið, að nokkuð og opt mikið
af frjóefnum hans missist á ýmsan hátt. Sumt skolast
með rigningarvatninu svo djúpt niður í jörðina, að gras-
ræturnar ná því ekki; einkum á þetta sjer stað á send-
inni jörð og moldarsnauðri. IJegar áburðurinn liggur
ofanjarðar að vetrinum, skolast stundum nokkuð af hon-
um á burt með leysingarvatni, þar sem halllendi er.
Þogar áburðurinn skrælnar á túnunum, þyrlar vindurinn
stundum meiru eða minna af lionum á burt.
Pað or siður sumstaðar erlendis, að leysa upp með
vatni allt tað undan húsdýrunum og bera það á ásamt
þvaginu sem lög. 1 Sviss hafa menn um langan aldur
haí't miklar mætur á áburðarlegi. Par er öllu þvagi
vandlega safnað í vatnsheldar gryfjur, og yfir gryfjurn-
ar eru lagðar grindur, en mykjan þar á ofan; þar er
rnykjan látin rotna og rigna, og skolast úr lienni allt,
sem leysanlogt er, niður í gryfjurnar, en hratinu, sem
eptir verður á grindunum, er kastað frá sem lítils virði,
þegar öll leysanleg efni eru úr því þvegin. En löginn
vatni blandinn ílytja menn nú út um akra og engi og
dreifa honum þar. Venjulega er lögurinn fluttur í
stórum tunnum á vögnum; en sumstaðar er hann jafn-
vel borinn í kyrnum á balcinu. Víða annarstaðar er
mjög tíðkað að bera áburðinn á fljótandi, en einna mest
kveður að þesssu á Englandi og Skotlandi; þar or
sumstaðar öll mykjan ásamt þvaginu þvegin sundur
strax í fjósinu og látin skolast burt eptir þjettum
rennum í afarstórar safngryfjur; þar er lögur þessi
geymdur og hítinn rotna nokkuð, síðan er lionum voitt
úr safngröfunum í sjorstaka gryfju og blandað þar með