Andvari - 01.01.1884, Síða 195
tlm áburð.
193
böfð loluið á meðan ekið er þangað sem bora skal ;í, en
þá oi'u dregnar frá lokurnar, og leginum hleypt út, en
liestiirinn, sem dregur vagninn, látinn halda svo áfram,
að lögurinn dreifist hæfilega þunnt. par sem maður
getur veitt vatni yfir graslendið, sem áburðarlöginn á
að bera á, má talsvert Ijetta flutninginn með því að
flytja löginn óblandaðan, og blanda houum svo í áveizlu-
vatnið í rennunum, sem dreifa því út um grasvöllinn;
en þess verður að gæta, að vatnið seitli jafnt og hægt,
svo jörðin geti dregið til sín öll frjóefni úr því. Líka
verður að gæta þess, að ætla ekki vatninu, sem blaiul-
að er á einum stað, að seitla um sfórt svæði, því þá
verður áburðurinn mjög misjafn. Vatnið skilur mest
eptir á fyrstu 5—10 föðmunum, sem það seitlar um, og
verður æ tærra og tæmdara, því engra sem það seitlar;
ætli því helzt ekki að ætla blönduninni, sem seitlar frá
einni rennu, lengra en hjer um bil 5 — 10 faðma, eptir
því sem hallinn er, því styttra sem haun er minni. Að
bera áburðarlöginn svona á, er varasamt, ef jörðin er
gljúp eða sendin, því þá getur vel skeð, að vatnið
hlaupi niður í undirlagið mcð allmikið af áburðarlegin-
um; er því aðferð þessi hentugust á þykkan og þjettan
jarðveg, og skyldi þó ætíð hloypa vatuinu á áður, svo
jörðin sje alvot undir, en hleypa strax af á eptir. Sum-
ir hafa lirært sundur mykju í vatni og látið læki dreifa
henni þannig uppleystri um túnin, og hefir þetta jafn-
an vel gcfizt. Bezt væri að láta sem minnst af gruggi
eða taðhrati fara með loginum, þegar hann er borinn á
í gróanda, hvort heldur sem hann er fyrirfram þynntur
með vafni eða honum er blandað í áveizluvatn, því allt
rusl og hrat situr ofan á grasinu og heptir framför
þess að nokkru leyti.
fJó það aldrei nema mætti takast að gera lög úr
öllum áburði og hagnýta hann þannig lagaðan, þá cr
vafasamt, hvort það væri rjett hjer á landi. það er
nú nokkurn veginn víst, að þann áburð, scm aðallega
Andvari X, 13