Andvari - 01.01.1884, Qupperneq 196
194
Um áburð.
væri ætlað að færa jurtunum næringu, ætti hel/.t að
bera á í gróandanum, og þá verður það að vera lögur;
en töðugrösin hafa líka mjög mikið gagn af föstum á-
burði á haustin. Auk þess sem liann færir jörðunni
frjóefni, þá hlííir hann rótinni að vetrinum, og þegar
búið er að losa hann upp og mylja til fulls á vorin, þá
veitir hið smómulda áburðarhrat, er liggur ofan á rót-
inni, ótrúlega hlífð við næðingum. tað er margreynt,
að mikið gagn er að bera góða, Ijetta, sandlausa, vel
fúna veggjamold á graslendi á haustin, og gagn þetta
mun ekki síður koma af skjólinu en frjóefnunum, sem
hún veitir jörðunni. En hitt má telja nokkurn veginn
víst, að rjettast væri að safna öllu þvagi og hauglög og
bera það á blandað miklu vatni. Væri þá nauðsynlegt
að hafa svo stórar safngryfjur, að ekki þyrfti að bera
úr þeim nema á vorin í gróandanum, og á sumrin
strax. þegar búið er að slá túnin, til þess að undirbúa
seinni sláttinn. Mykjuna og anuað tað, á^amt ösku og
öðrum sorpáburði, ætti helzt að hafa til að bera í íiög,
þar sem annaðhvort á að sá í eða þekja yfir með gras-
rót, til að bera í maturtagarða, og svo til að bera á
túnin á haustin. Til alls þessa er bezt að taðið sjo
blandað miklu af mold, og hjer um bil hálfrotnað, þeg-
ar það er borið á. Ekki kemur mönnum saman um,
livort strax skuli dreifa áburðinum á túnunum á haust-
in eða láta hann liggja í hlössum yfir veturinn. Á-
greiningurinn kemur af því, að mönnum hefir gefizt
þetta misjafnlega vcl, eptir því sem á hefir staðið. Þar
sem jarðvegurinn er nokkurn veginn þjettur og djúpur
og hallar ekki mjög mikið, er vavla eli á, að betra sjc
að dreifa áburðinum sem jafnast og bezt á haustin:
dreifa honum svo vel, að hvergi sjeu stórir kögglar og
hvergi eyður; er hann þá að miklu leyti uppleystur og
gengur ofan í rótina á vorin, en jörðin geymir megnið
af frjóefnum hans. Sje jarðvegurinn þar á móti gljúp-
ur og grunnur, eða fjarska hall-lendur, ætti ekki að