Andvari - 01.01.1884, Page 199
Um áburð.
197
ná pcirn þroska, som kostur er á, fyrir veturinn, og
ekki má lieldur bcra á og dreifa úr á meðan hlýviðri
ganga á haustin, því þá lifnar háin eptir áburðinn, en
það er grasrótinni óhollt, að háin lifni og túnin grænki
aptur seint á haustin; rótin þolir þá lakar vorkuldana
næsta vor, og gotur fyrir þá sök dáið (túnið kalið). Ef
áburðarlögur oða frjóefnamikið og vel rotnað tað er bor-
ið á á liaustin, skyldi helzt bera það á þann jarðveg,
sem maður liefir þjettastan og þykkastan, svo að sem
minnst sje hætt við, að hann hleypi nokkru af frjóofn-
um áburðarins í gegn um sig. Jpegar áburðarlögur er
borinn á í gróanda eða epfir slátt, og honum er ekki
blandað í áveizluvatn, verður að gæta þess, að bera
hann ekki á í þerri, heldur í vætu eða rjett eptir regn,
þogar jörðin er alvot, og ef regn ekki fæst, þá að nótt-
unni, og þarf þá ávallt að hafa löginn mjög vatns-
blandinn. Áburðarlögurinn má ekki ná að þorna á
jurtunum; holzt á liann að skolast strax ofan í jörðina,
svo jnrtirnar verði alvetr hveinar optir.
Hversu vnkið' á að bera á ? Pað fer eptir gæð-
urn og ástandi áburðarins, hversu mikið þarf af honum
á ákveðið svæði; einnig eptir því, hvernig jörðin er.
Sú jörð, semísjálfri sjer er frjóefnasnauð, og hefir lengi
fengið ónógan eða engan áburð, þarf mikinn og góðan
áburð urn sinn til þess að verða frjósöm. Hún er eins
og mögur kýr, sem fyrst þarf að komast í góð hold áð-
ur en hún geti farið að mjólka vel. rI'aki rnaður tún,
sem hefir verið illa liirt, og lítið borið á um mörg ár,
þá þarf fyrst að feita það, áður en það fer að spretta
vcl, en þegar búið er að koma því í góða rækt, er hægt
að halda frjósemi þess við með miklu minni áburði.
Par sem jöiðin er mögur, vaxa táplitlar grastegundir og
ýrnsar jurtir, sem ekki peta tekið framförum af áburði,
og þrífast því ekki í ræktaðri jörð. þ>cgar slík jörð er
tekin til ræktunar, gengur nokkur tími til þess að ó-
ra'ktarjnrtirnar deyi út, en töðugrösin fylli skarðið, og