Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 200
198
Um áburð.
verði tápmikil og bráðþroska ; og til þess að lcoma þess-
ari breytingu á, þarf mikinu og góðan áburð, sem geng-
ur ekki cinungis til að efia grasvöxtinn, heldur safnast,
nokkuð af frjóefnum lians fyrir í jarðveginum, og goym-
ist þar, því til þoss að jarðvegurinn geti vorið frjósam-
ur, þarf ætíð nokkuð af frjóefnum að vera þar fyrirliggj-
andi. Að framan hefir verið sýnt fram á, að því bet-
ur sem áburðurinn er tilreiddur, því minna þarf að bera
á, og svo er auðvitað, að því frjdofnameiri sem hann er,
því minna þarf af honum. Af hæfilega rotinni, vel-
geymdri kúamykju tel jeg 50—60 taðhesta meðaláburð,
en 70—80 mikinn áburð á dagsláttuna í túni að haust-
lagi, en á vorin má ekki bera á meira en % parta af
þessu, eða máske vart það, því þá gengur minna ofan í.
Ef áburðarlögur er líka borinn á í gróandanum, rná
haustáburðurinn vera minni eða moldarblandnari og frjó-
efnasnauðari. I>vag og mykjulög á að blanda með í
minnsta lagi þrefalt meiru vatni, og miklu meira, ef ekki
er borið á í regni, eða á alvota jörð. Mun nóg að bera
í einu 45—60 tunnur af svona þynntum leginum á dag-
sláttuna, eða lijer um bil 15—20 tunnur af honum ó-
blönduðum, einkum hafi tað eða annar fastur áburður
vorið borinn á að haustinu.
7, Um sorphauga.
Þcss hefir áður verið getið, að hentast væri að hafa
hús á hverjum bæ, til að safna í ösku og öllu sorpi,
mannasaur og þvílíku, sem annars er kastað til óþrifn-
aðar einhverstaðar uærri bæjunum. Ætti að tæmasorp-
húsið í minnsta lagi á hverju vori, blanda þá nokkurri
mold, í lögum, saman við áburðinn, og leggja hann í
haug með all-þykku moldarlagi utan urn, og láta hann
liggja þar og lotna að sumrinu. PJf ekki kemur gang-
ur í sorphauginn af sjálfu sjer, þá ætti að moka mold-
inni ofan af, losa hauginn allan og ausa svo þvagi eða
mykjulög yfir hann, þar til hann drekkur ekki moira í