Andvari - 01.01.1884, Side 202
200
Um áburð.
80 miljónir punda at' aðiiuttiim beinum á ári hverju,
sem koma frá vmsum löndum; en nií eru monn þó víð-
ast livar í Norðurálfunni farnir að nota beinin sjálíir.
Hjer á landi hafa menn enn sem komið er ekki hirt
um beinin til áburðar, enda kostar það talsverða fyrir-
höfn að hagnýta þau. Aðnlnfnin í bninnnnm, eins o<?
þau lcoma fjrir. or fosfórsúrt kalk, lím eða brjósk,
vatn og feiti. í 100 pundum af nýjum beinum er
hjer um bil:
50 pd. af fosfórsúru kalki,
30 pd. af lími eða brjóski, og
20 pd. af vatni og feiti off ýmsum söltum.
Venjulega er hjer um bil 10% af vatni í beinun-
um, og ef þau nru úr mjög feitum skepnum, getur
verið framt að 10% af feiti í þeim hráum, og verður
þá að tiltölu minna í þeim af fosfórsúru kalki og lími,
en nú var sagt.
Beinin uppleysast rnjög treglega, og ef þau eru
heil eða í stórum molum, geta þau legið svo árum
saman, að þau taki engum verulegum breytingum. |>að
er því gagnslaust að bera beinin á, nema þau sjou fyrst
svo undirbúin, að efni þeirra geti samlagast vatninu.
Eins og beinin koma fyrir, eru þau svo þjett, að lopt
og raki kemst ekki inn í þau, og gjörir lítil álirif,
einkum vegna þess, að allar smugur í beinunum oru
fullar af feiti. Hið fyrsta, sem þarf að gjöra við bein-
in, er því að mylja þau svo smátt, sem unnt er, til
þess að lopt og raki komizt sem bezt að þeim. Þar
sem mikið er búið til af beinaáburði, eru beinin mulin
milli sterkra járn-sívalninga, sem hreyfast fyrir gufu-
alli og kreista beinin milli sín og merja þau sundur.
En moðan beinin eru hiá, eru þau svo seig, að þau
klessast en molna ekki, hvað rniklu afii sem beitt er,
og þoss vegna eru þau nú íyrst soðin í loptheldum
kötlum, til þoss að ná úr þeim öllu feitinu; verða þau
á eptir opin og stökk, og er þá auðvelt að mylja þau