Andvari - 01.01.1884, Page 203
Um áburð.
201
í dust. Pó að búið sjo að ná öllu feitinu úr beinun-
um og mylja þau í salla, eru þau samt ekki levsanleg
í vatni, en þá fyrst er unnt að koma þeim efnabreyt-
ingum til leiðar, sem gjöra þau leysanleg. Til þess að
ná öllu feitinu úr beinunum verður að sjdða þau við
mikinn hita, eða undir gufufargi, og fer þá nokkuð af
líminu með; en það þykir mönnum tilvinnandi, til þess
að losast við feitið, sem bæði tefur fyrir að beinin
verði mulin, og hamlar efnabreytingunum, og er í sjálfu
sjer gagnslaust til áburðar, því bæði er feitin óleysan-
leg í vatni, og svo er hún samansett af þeim efnum,
sem jurtirnar fá ávallt nóg af. Aðalefni beinanna, eða
þau efni, sem gjöra þau svo dýrmæt til áburðar, eru
fosfórsýran í fosfórsúra kalkinu og holdgjafinn í líminu.
í 100 pundum af hráum beinum eru hjer um bil 5 pd.
af lioldgjafa, en við suðu undir gufufargi missa þau
bjer um bil Vs af holdgjafanum. Eptir að búið er að
mylja gufusoðin bein, rotnar límið skjótlega og leysist
upp, þegar lopt og raki kemst að því, og breytist þá í
stækindi og önnur efni. Hið fosfórsúra kalk er eins og
sagt var alveg óleysanlegt í vatni, en þegar búið er að
gjöra það að afarsmáu dusti, breytir kolsýran í jörðinni
því smámsaman og gjörir það leysanlegt, og verður
það þannig, að kolsýran, sem jafnan er nóg til af í
jarðveginum, tekur meiri hluta kalksins í samband við
sig, og myndar kolsúrt kalk, en Vs partur þess verður
eptir í sambandi við fosfórsýruna, og nefnist þá súrt
fosfórsúrt kalk; er það leysanlegt í vatni, og getur þá
fosfórsýran orðið jurtunum að næringu. En þossi
broyting kemur ekki skyndilega fram, og fosfórsýran í
boinamjölinu, sem borið er á, geymist lengur eða skem-
ur í jörðunni, eptir því sem það er stórgjört eða smátt,
og leysist ekki öðruvísi en smátt og smátt úr kalks-
fjötrunum. Til þess að tilreiða beinamjölið enn þá
betur, og gjöra fosfórsýruna leysanlega, áður en það er
borið á, hafa efnafræðingar komið upp mcð það, að