Andvari - 01.01.1884, Page 204
202
Um áburð.
hella brennisteinssýru yfir beinamylsnuna, sem áður sje
gjörð svo vot, sem bún gotur orðið. Brennisteinssýran
gjöiir þá skyndilega þá breytingu á beinamjölinu, som
kolsýran gjörir á löngum tíma. Það or mjög tíðkað á
Englandi, að tilreiða beinamjölið þannig, og þykir það
borga sig vel, en þar er brennisteinssýran mjög ödýr.
Beinin eru þá kölluð upployst bein.
Að vísu er beinamjöl og uppleyst bein ágætur á-
burður á alla ræsta jörð, og fyrir allar jurtir, on eink-
um eiga þau þó vel við þær jurtir, sem þurfa mikið af
fosfórsýru. Allar korntegundir þurfa mikið af henni til
að mynda fræið (kornið), og þykir því beinamjölið efla
mjög þroskun þeirra Eófur og jarðepli spretta einnig
vel af því með öðrum áburði, og ágætt þykir að bera
það á magurt graslendi, og mundi eiga bezt við að
bera það á góða moldarjörð, sem kúamykja eða annað
tað hefði ekki verið borin á með jafnaði; ætti helzt að
bera það á í sambandi við kúaþvag, eða ösku af sauða-
taði, hrísi eða viði, því þessar áburðartegundir hafa í
sjer mikið af kalíi, en það er ekki í beinunum. Hjer
á landi er hvorki umtalsmál að kaupa beinamjöl nje
uppleyst bein frá öðrum löndum, því það væri of dýrt,
njo heldur að vinna úr beinunum áburð í stórum stfl,
oins og títt er annarstaðar. Hjor er ekki um annað
að tala en að safna þeim beinum, sem fást á hverju
heimili, og hagnýta þau svo vel sem kostur er á með
þeim áliöldum, sem fyrir hendi eru. Óvíða er svo
mikið til af beinunum, að áburðaraukinn af þeim gæti
verið þýðingarmikill, og jeg held þvf, að víðast hvar
sje hentast að hafa þau til eldiviðar. Að vísu gætum
vjer mulið beinin, og loyst þau upp nokkurn veginn
vel; en jeg efast um, að það væri tilvinnandi, nema
mikið væri til af þeim.
9. Um fugladrít fgúanó).
Jeg vil að eins nofna þessa áburðartegund, af því