Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 205
Um áburð.
203
hún er mjög mikið brúkuð víða í Norðurálfunni, en eink-
um þó á Englandi; fæst liún á vesturströnduin Ameríku,
og á eyjum þar með landi fram. Er það drítur sjó-
fugla, sem safnazt hefir saman um þúsundir ára, og er
sumstaðar svo mikið af honum, að lagið nemur mörg-
um fetum á þykkt, og er blandaö fiðri, búkum dauðra
fugla, nokkurri mold, og ýmsum öðrum efnum. Fugla-
dríturinn heíir í sjer mikið af holdgjafa, allopt uppleyst-
um sem stækindi, mikið af fosfórsýru, sem cr að nokkru
leyti leysanleg, on miklu leyti som forfórsúrt kalk, einnig
talsvert af kalíi, og er því einhver hinn kraptmesti og
bezti áburður sem fæst, og líkist mest mykjulög. Al-
exaiuler v. Humboldt vakti fyrstur eptirtekt manna í
Norðurálfunni á fugladrítnum, og flutti nokkuð af hon-
um þangað og ljet rannsaka efnasamband hans; var það
í byrjun þessarar aldar; en þó varð ekki almenn eptir-
sókn eptir áburði þessurn fyr en löngu soinna. Svo
mikið hefir verið flutt af fugladrít til Englands, að opt
hofir numið meira en 20 miljónum króna á ári. Drit-
lögin eru nú sögð víða á þrotum, og beztu námurnar
jafnvel tæmdar, því «eyðist flest sem af er tekið-.
Vjer sjáum glöggt áhrif fugladrítsins hjer á landi á
mörgum eyjum, þar sem er mikið af lunda, svartbak og
kríu. J>að er drítur þessara sjófugla, sem voldur hin-
um afar-mikla grasvexti, sem þar á sjer víða stað. Dar
som sjófuglar verpa í liömrum með sjó fram (fuglbjörg-
um) vex líka gras mikið og gott á stöllunum, og fyrir
neðan björgin, ef þar eru hlíðar, sem gras getur gióið í.
Má svo að oiði kveða, að grasið grói upp úr steinun-
um, þar sem þessi kraptmikli áburður fellur niður. Ekki
er samt líklegt að nokkurstaðar hjer á landi sje svo
mikið af fugladrít saman við moldina, sízt í leysanlegu
ástandi, að tilvinnandi væri að flytja hana burt til á-
burðar.
10. Um fiskislor og annan fiskiúrgang.
í sumum verplássum hjor á landi mætti fá allmikið