Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 209
Um áburð.
207
gjöra gagn. En opt getur staðið svo á, að ekki henti
að bera grútinn á nýjan, og þá a-tti strax að blanda
liann mold, og leggja í hauga, oins og sagt var um fiski-
slorið, og geymist hann þar vol, þar til hentugt er að
bera hann á.
Jeg hefi nú hjer að framan minnzt á hinar lielztu
áburðartegundir úr dýraríkinu, sexn brúkaðar eru, og
aðrar koma vart til greina hjer á landi. I öðrum lönd-
um búa menn að vísu til áburð úr blóði og innýflum
sláturfjenaðar, og skrokkum ýmissa dauðra dýra; en það
er ekki mikið um þessháttar hjer á landi, og það sem
koma kynni fyrir af þess konar, mun hver og einn
skilja, hvernig bezt má nota til áburðar. eptir því sem
að framan er ritað.
;
11, Aburður úr grasaríkinu,
Af þessum áburði hafa menn hvergi margar teg-
undir, og hjer á landi má helzt nefna mold, þang og þara.
Moldin getur verið mcð ýmsu móti, ýmist vol fú-
in, gömul rofamold, eða mýrajörð, og mómoldarjörð,
eins og hún kemur fyrir. Áður hefi jeg sýnt fram á,
hversu nytsamt er að blanda mómoldinni saman við
ýmsan áburð, til þess að gjöra hann meðfærilegri og
betri. Pess hofir einnig verið gctið, að gagnlegt sje að
beru mold á graslendi á haustin, bæði til að lilífa gras-
rótinni, og auka frjósomi jarðarinnar; þar að auki get-
ur verið mjög gagnlegt að bera moldina bæði á heila
jörð og opna, til þess að bæta eðlisástand hcnnar. þ>ar
sem jarðvegurinn í maturtagöi'ðum og öðru sáðlcndi er
annaðhvort, of leirborinn eða of sendinn, er gott að
bera mikið af velfúinni rnold á, og blanda saman við ;
festist sandjörðin við það, en leirjörðin losnar; og á
allt það graslendi, sein hefir þunnan jarðveg, svo sem
skriður, mela og slíkt, er gott að bcra moldina ávallt
meðfram öðrum kraptmeiri áburði, til þess að gjöra
grassvörðinn þykkri. Mela eða malarjörð, sem víða er í