Andvari - 01.01.1884, Side 214
212
Um áburð.
ár, á dagsláttuna, en kalk víðast hvar dýrt hjá oss, þá
gctur varla verið takandi í mál að hafa það til áburðar,
nema ef vera skyldi lítið eitt nálægt kaupstöðunum.
Aska er víða liöfð til áburðar, og er hún venju-
lega auðug af ýmsum nytsömum efnum, en gæði hennar
og efnaríki fer eptir því, af hvaða efnum hún er komin.
fví eins og auðvitað er, heíir askan að geyma öll dá-
efni eða steinefni hlutanna, sem brenndir voru. Venju-
lega hefir ný askan í sjer töluvert af leysanlegu kalíi
og natróni, einnig kalkstofni (kaustisk Kalk), brenndu
kalki; hún hefir líka í sjer ýms óleysanleg sölt, svo
sem kalk, talk, járneldi og manganeldi, í sambandi við
kolsýru, brennisteinssýru, fosfórsýru og kísilsýru. þ>ví
meira sem er í öskunni af hinum leysanlegu efnum,
því betri er hún, og því meira sem er í henni af kalk-
stofni, því sterkari eru hin uppleysandi áhrif hennar á
efni jarðarinnar, og því meira líkist hún brenndu kalki.
Bptir því som askan hefir myndazt við meiri hita, eptir
því er meira í henni af kalkstofni, því kalkið í hlutun-
um, sem brenndir eru, hreytist ekki í kalkstofn (brennt
kalk) nema við sterkan hita. Aska sú, sem til er orðin
af jurtum eða jurta- eða dýraleifum, hefir venjulega í
sjer öll þau steinefni, sem jurtirnar hafa, og gengur
því næst dýrasaurinduuum að gæðum. Hjá oss kemur
einkum til greina sauðataðsaskan, hrís- og viðaraska,
móaska, þangaska og kola-aska. Af sanðataðsöskunni
mun vera mest hjá oss, og getur hún að h'kindum
haft í sjer hjer um bil 6—12% af kalí og natrón og
meira en 20% af kalki og magnesíu og 5—8% af f°3-
fórsýru; en auðvitað er, að þetta getur vorið mjög mis-
munandi eptir fóðrinu, sem taðið er komið af. Hrís-
aska og viðaraska er einnig efnarík; hefir hún frá
5—10% af kalí og natrón, og um 20-30% af kalki,
mest kalkstofni, og 5 — 10% af fosfórsúru kalki. Mó-
askan er venjuloga talin langt um lakari; hofir hún
optast lítið af kali og natron (okki 1%), en opt tals-