Andvari - 01.01.1884, Page 215
|Um áburð.
213
vert af fosfórsúru kalki, kolsúru kalki og bronnisteins-
súru kalki (gips), og stundum kemur svo raikið fyrir af
brennisteinssúra kalkinu, að það nemur 30—40% og
í sumum tegundum móöskunnar er allt að 50% af
kolsúru kalki. En venjulega er megnið af móöskunni
járneldi, kísilsýra, leir og sandur. Steinkolaaska er
frjóefnasnauð, og álitin enn þá minna virði en móask-
an, en þó er móaskan talin hjer um bil 8 sinnum
minna virði en viðaraska, oer aska úr góðu sauðataði or
sjálfsagt jafngóð henni. pangaskan er góður áburður,
því hún hefir mikið í sjer af kalí og natron, og geng-
ur hún næst viðarösku. f>að er athugavert við alls
konar ösku, að ekki má safna henni þar, sem regn
kemst að henni, því það þvær úr henni leysanlegu
söltin (kalí og natrón), og missir hún mikið af frjósemi
sinni við það. |>ess vegna ætti að safna henni í hús
ásamt öllu sorpi, eins og fyr er sagt. Víða er mikið
til af gamalli ösku og öðru sorpi, sem um tugi og
hundruð ára hefir verið safnað saman í öskuhauga
kring um bæina. Má telja víst, að í fiestum þeirra
eða öllum liggi mikið fje fólgið; því þó að kalíið sje
að líkindum að miklu leyti skolað burt úr öskunni, þá
eru brennisteinssúru og fosfórsúru söltin að miklu leyti
eptir, einnig kolsúrt kalk og fleiri af efnum öskunnar,
auk þess sem margt fleira er fjemætt í haugurn þess-
um; þangað hefir verið varpað fatagörmum, hornum,
beinum og alls konar sorpi, sem margt hvað hefir verið
lengi að rotna og uppleysast smámsaman; hlýtur því að
vera mikið af frjóefnum í öskuhaugunum, auk öskunnar
sjálfrar. Sumstaðar hafa öskuhaugarnir verið sljettaðir
nokkuð niður, og þakið yfir með grasrót, og þannig
myndaður fagur töðuvöllur úr sóðalegri moidarrúst; en þó
að þetta sje betra en að láta haugana alveg af-kiptalausa,
þá er það þó ekki bezta aðferðin til að hagnýta þá.
Með þessu móti liggur askan í haugunum venjulega
margra álna þykk; er þá meiri partur hennar eptir sem