Prestafélagsritið - 01.01.1928, Side 6
Prestafélagsritið.
VINNUVEITANDI OG VERKAMENN.
Síðasta prédikun Haralds prófessors Níelssonar.
BÆN:
Ástríki faðir! Þú hefir skapað oss af vísdómi þínum og kærleika og
ætlað sérhverjum af oss eitfhvert lítið, en áríðandi hlutverk í hinni miklu
heild, sem vér nefnum mannkynið, en vitum jafnframt, að ekki er nema
lítill partur af þínu mikla sigurverki. Virztu að hjálpa oss til að gera oss
ljóst, að það er veglegt að vera samverkamaður þinn og að lán vort um
alla eilífð er í því fólgið, að vér lærum að breyta að þínum vilja og vera
í samræmi við Iögmál vísdóms þíns og gæzku. Gef oss að vinna trúlega
í þeirri stétt og stöðu, sem forsjón þín hefir sett oss í. Kenn oss að
meta starfið réttilega, hvort sem það er talið hátt eða Iágt í heimsins
augum. Ef oss tekst að muna, að það er starf fyrir þig, þá verður það
oss blessað starf og oss gæfa að rækja það af alhug. — Og svo þegar
sefidag vorn þrýtur hér í tímanum, þá kallar þú trúa verkamenn heim til
meiri starfa og fagnaðar í ríki þínu. Það sé huggun vor og fagnaðarefni
nú og æfinlega.
í Jesú nafni. — Amen.
Guðspjall: Matt. 20, 1.-16.
Ef Kristur hefði verið uppi nú á tímum meðal vor og sett
fram þessa dæmisögu, er sennilegt, að hún hefði ekki verið
um víngarðseiganda, heldur um einhverskonar stóriðjuhöld í
nútíðar-merkingu. Margt hefir breyzt, síðan hann dvaldist hér
á jörð, ekki siður í atvinnuvegunum en öðru. Um hans daga
var enn mikið um vínrækt í Gyðingalandi, eins og lengi hafði
verið. Vínviður óx þar ágætlega. Vér heyrum snemma talað um
það í biblíunni. Þegar Móse sendi njósnarmennina inn í landið,
þá var það vínviðargrein, sem þeir fyrst og fremst tóku með
sér til sannindamerkis um frjósemi landsins. Biblían segir oss
l