Prestafélagsritið - 01.01.1928, Qupperneq 9
4
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
hinna auðugu og fátæku. Og alveg eins má finna iðjuleysingja
meðal hvorratveggja. Vér skulum því varast þann hugsunarhátt,
að ímynda oss, að allir hinir efnaðri og þeir, sem ríkir eru
nefndir, séu iðjuleysingjar. Það er auðvitað satt, að þeir eiga
auðveldara með að taka sér frístund, er þá langar til, og þeir
eru ekki eins fastbundnir við störfin. En þeir geta verið eins
miklir iðnismenn fyrir því.
Annað atriði viðvíkjandi vinnunni, sem mig langar að taka
fram sérstaklega, er það, að nú á tímum verður svo oft vart
við þann hugsunarhátt, að vinnan sé leiðinlegt strit og þræl-
dómur. Menn neyðist auðvitað til að vinna, til þess að fá
kaup fyrir verkin; með því einu móti geti þeir fleytt fram
lífinu. Þessi hugsunarháttur gerir mest vart við sig í bæjunum,
þar sem jafnframt er mest um skemtanirnar. Þegar um ein-
hverja vinnu er að ræða, hugsar unga fólkið margt aðallega
um það, hve hátt kaup það fái fyrir vinnuna. Aðrar hliðar á
henni virðist það miklu síður skoða. Vinnan verður mörgum
fátæklingi, sem aldrei má um frjálst höfuð strjúka, lýjandi
strit; það er statt. En vinnan í sjálfu sér er það ekki. Hún
er oss öllum mikil blessun, stöðug ánægjuuppspretta og eitt
hið alvirkasta uppeldismeðal forsjónarinnar oss til handa.
Ekkert í þessari veröld elur oss upp og þroskar oss eins og
vinnan. Líf flestra mundi vart verða þolanlegt, væri ekki
vinnan. Starfsgleðin og ánægjan yfir afloknu starfi er lang-
varanlegasta ánægja lífsins. Guð ætlar oss öllum að starfa
lííið á enda. Oss er vinnuþörfin meðsköpuð. Lítið á litlu
börnin og athugið, hve stöðugt starf þau leggja inn í leiki
sína, löngu áður en þau hafa sjálf nokkura hugmynd um,
hvað vinnan er. Ein hin mesta gæfa, sem getur fallið nokk-
urum ungling í skaut, er að vera vinnuhneigður. Það er eigi
aðeins bending um það, að hann muni verða góður borgari
og nýtur í mannfélaginu, heldur jafnframt um, að hann muni
verða vandaður og góður maður. Iðjuleysið leiðir unglingana
út á villigötur og verður til þess að venja þá á eftirlátssemi
við hið lægra eðlið. En vinnusemin og áhuginn á daglegum
störfum styrkir og eflir alt hið bezta í þeim. Ekkert háska-