Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 12
Prestafélagsritið.
Vinnuveitandi og verkamenn.
7
það inn og biður pabba sinn um það. Dettur barninu í hug,
að með því hafi það gert föður sínum þjónustu? Ef það bið-
ur hann um leikfang eða aura til þess að geta keypt sér köku
— nefnir það slíkt að þjóna föður sínum?
Vér flýjum til Guðs með bænir vorar, stundum til að biðja
hann um brauð. Það er trú vor, að honum sé ljúft að hlýða
á bænir vorar; hann vilji, að við biðjum til hans. En mun
hann kalla slíkt að þjóna sér? Bænir eru ekki þjónusta. Ef
bænirnar eru eina þjónustan, sem vér sýnum Guði, þá erum
vér ekki annað en betlarar. Ertu viss um, að Guði séu betl-
arar nokkuð kærari en þeir eru þér? Hann ann vafalaust
heiðvirðum og dyggum þjónum, en betlurum — það er vafa-
samt. Ef barn elskar föður sinn mjög innilega, þá kann það
að syngja honum lofsöngva í gleði sinni; en það kallar ekki
slíkt að þjóna föður sínum. Að syngja Guði lofsöngva er
ekki heldur að þjóna honum. Vér syngjum lofsöngvana vor
vegna, oss til uppörfunar og til þess að auka lotning vora
fyrir Guði og draga hug vorn nær honum og til þess að bera
fram þakklæti vort. Vér komum saman hér í kirkjunni í því
skyni að tilbiðja Guð og leita styrks hjá Guði. En slíkt er
engin þjónusta. Þegar barnið tekur að framkvæma vilja föður
síns með föstum og ákveðnum vilja og vinna verk, sem það
veit að hann þráir að unnin séu, þá er barnið byrjað að
þjóna föður sínum. Eins er um oss gagnvart Guði. Guðsþjón-
usta vor verður að vera fólgin í vilja-athöfnum hins daglega
lífs. Ef vér þjónum ekki Guði þar, innum vér enga guðsþjón-
ustu af hendi. Hingað komum vér á sunnudögum til þess að
sækja oss styrk og uppörfun, svo að vér fáum betur int af
hendi guðsþjónustu vora hina virku daga.
Gættu þessa vel: Guð vill leigja þig sem verkamann í vín-
garð sinn. Víngarður hans er alstaðar þar sem þörf er á
vinnandi mönnum. Hann þarf á þér að halda við það starf,
sem þú fæst við. Hann þarf vor allra með. Hann langar til
að oss verði öllum ljóst, að honum vinnum vér allir. Að vísu
er það satt, að vér vinnum sjálfum oss og náungum vorum,
en þó fyrst og fremst honum. Alt heiðarlegt og gott starf í