Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 14
Prestafélagsritið.
Vinnuveitandi og verkamenn.
9
Það er margt fleira í dæmisögunni, sem ekki er nú tími
til að fara út í. Hún minnir oss meðal annars á, hve ljót öf-
undin er. Vinnuveitandinn hafði samið um kaupið. Þegar að
greiðslunni kom, lét hann byrja á þeim, sem síðast höfðu
komið. Hann hélt öll orð sín og eiða; hann greiddi engum
minna en hann hafði lofað, en mörgum meira — og miklu
meira en þeir sjálfir höfðu búist við. Með þessu vildi Kristur
benda oss á, að öll þjónusta Guði til handa fær sína um-
bun. Hinn mikli vinnuveitandi borgar engum minna en hann
hefir heitið. En mikill fjöldi fær meira en þeir gátu með
nokkuru móti búist við. Vinnuveitandinn er fyrst og fremst
réttlátur, en því næst líka miskunnsamur. Sú vitneskja á að
örfa oss til trúmensku og enn meiri fúsleika. En ef einhverj-
um yðar finst kaupmenskubragur á þessu, þá minnist sá hinn
sami þess, að Kristur talar hér um andlega hluti á líkingar-
máli. »Denarinn« var venjulegt gjald fyrir dagsverk. Þegar vér
færum líkinguna yfir á andlega sviðið, er langsennilegast, að
launin séu ekki fólgin í neinu ytra. í andlegum heimi eru
launin fyrir dygga þjónustu fyrst og fremst fólgin í meiri mætti
til að leysa enn æðri og meiri þjónustu af hendi. »Þú varst
trúr yfir litlu; eg mun setja þig yfir meira*. Er það ekki
dýrlegt fyrirheit?
Ekkert meira hnoss gæti hlotnast þessari þjóð en að öllum
landsmönnum tæki að skiljast það, að þeir eru eða eiga allir
að vera verkamenn í víngarði Guðs, og að þeir eru allir að
vinna fyrir hann og með honum, og að hann þráir, að þeim
verði það öllum ljóst, þeim til blessunar. Þá yrði minna um
öfund milli stéttanna, samkomulagið betra, ánægjan meiri, og
virðingin fyrir hverjum heiðvirðum og trúum verkamanni færi
vaxandi með hverju ári.
í nýtízku skáldsögu, sem mjög er fræg orðin á Norður-
löndum, er sagt frá handverksmanni einum, sem í stað þess
að stunda atvinnu sína og rækja heimilisskyldur sínar, var
allur með hugann við heimspekileg heilabrot og varði öllum
stundum, er hann gat, til þess að finna upp sjálfhreyfivél. Vél-
ina hafði hann alla smíðað, en hún vildi ekki hreyfast; og