Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 15
10
H. N.: Vinnuveitandi og verkamenn. Pr«sfaféia3sr:tiö.
sagði hann vinum sínum, að það væri af því, að það aðeins
vantaði í hana lítið hjól, sem hann gæti ekki fundið, hvar
ætti að vera. Að því hjóli leitaði hann árum saman, en fann
ekki. Þá varð skyndileg breyting á manninum. Vélina setti
hann til hliðar, en gaf sig nú af alefli við handiðn sinni og
varð fyrirmyndar heimilisfaðir. Þegar vinir hans spurðu hann,
hvað nú liði hjólinu í vélinni hans, svaraði hann á þá leið,
að hjólið, sem vantað hefði í vélina, væri hann sjálfur, sem
vanrækt hefði að inna af hendi það hlutverk í heimsvélinni,
sem Drottinn hefði falið honum. Þessa lausn gátunnar kvaðst
hann hafa fengið sem vitrun.
Ef vér athugum gang heimsvélarinnar, eins og hún birtist
oss nú á dögum, verðum vér þá ekki að játa, að eitthvað
meira en lítið ólag hljóti á henni að vera? Margir vilja taka
hana sundur og setja hana saman á annan hátt. En mundi
ekki sú umbótin verða bezt og varanlegust, að hver maður
kappkostaði að finna, hvert hans hlutverk væri í vélinni, og
leysti það svo samvizkusamlega af hendi, sem hann gæti, í
fullri meðvitund þess, að vera samverkamaður Guðs og að
Guð má ekki án hans vera, hve lítilfjörlegt sem honum kann
að þykja hlutverk sitt.