Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 17
12
Sálmur.
Preslafélagsritið
alt var dauðans ofar nótt,
upp til föður bendir drótt.
Líf af Iífi Guðsson gekstu
gegnum stríðið sigri’ að ná, —
alt þú mistir — alt því fékstu.
Ekkert framar deyða má
kærleik, sannleik, hjartað hreina,
hjálp er Guð vor allra meina.
Fæðast lætur líf af hel;
léttir nauðum, birtir él.
Hvað er bani, broddi þínum?
Breytt þitt veldi’ í sólarlag.
Guðs ætt frá þér, föður sínum,
fullkomnunar þráir dag.
Angist fyrir yndi hnígur,
upp af jörðu lofgerð stígur,
hættan eyðist, eymdin dvín,
eilíf sæla kringum skín.
Lát frá synd mig, Drottinn, deyja,
dag hvern rísa upp til þín,
stríðið, sem þú hlaust að heyja,
hjálp og sæla verði mín.
Frjáls að lifi’ ég líknarveldi,
líf mitt brenni’ í fórnareldi,
faðir, eins og þóknast þér,
þér, ó Guð, alt helgað er.
X.