Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 23
18
Magnús Helgason:
Prestafélagsritið...
ungis að verða fróðari, heldur betur að sér, vitrari, eftir
fraeðsluna. I þessu efni er margs að gæta, sem lærist bezt
við kynningu; því er mikils virði að foreldrar og kennarar
talist við í einlægni um kenslu og uppeldi barnanna. Á þann
hátt er bezt að jafna hverja misfellu, er henda kann. Og í
sambandi við þetta vil ég minnast á eitt atriði, sem mikils er
um vert, en lítið um hirt. Allir vita og skilja, hversu það er
mikils vert fyrir allan árangur af starfi kennarans, að hann
hafi virðingu og hylli barnanna, en of fáir hugsa um, hve miklu
fullorðna fólkið getur valdið um þetta. Ef börnin heyra illa
og kuldalega talað um kennarann, eða hann og starf hans
óvirt og nítt í orðum, eða ef hann er hafður að grýlu á þau
og skólinn og kenslan til ógnunar, eins og hegningarhús, líkt
og prestur og húsvitjun stundum áður; ef hvert atvik, sem út
af ber í skólanum eða barni kann að mislíka og kvartar um
heima, er notað til að kasta steini á kennarann o. s. frv., þá
er verið að vinna að því, að ónýta starf hans og skólagöng-
una fyrir börnunum, sem þetta heyra, því að það dregur úr virð-
ingunni fyrir honum, kælir skap þeirra til hans, og ónýtir á-
hrif hans á þau. Auðvitað er bezt að losa sig við lélegan
kennara, þegar hægt er, en meðan hann er, þá er bezt að
gera sér og börnunum eins gott af honum og unt er. Það
er eins um kennarann og aðra, að þeir verða seint að öllu
eins og þeir mættu beztir vera, en vér bætum seint hver ann-
an með illu, heldur með góðvilja. Það er nú margsýnt og
að verða alkunnugt, hvílík bót og styrkur stafar af samúð og
góðvilja, og hvert niðurdrep af hinu gagnstæða, í öllum efn-
um, en ekki get ég hugsað mér, að slíks gæti nokkursstaðar
eins og þar, sem um andlegt samstarf er að ræða, kennara-
starf eða prests. Hugsið ykkur þann mun fyrir börnin, ef
þeim hefir fyrirfram verið vakinn hlýleiki til kennarans og til-
hlökkun til námsins, eða ef þau bíða hans með kulda og
kvíða. Og muninn fyrir kennarann, ef móti honum streymir
ylur og gleði úr brosandi barnaaugum eða þá hitt. Það er
ómaksins vert fyrir alla aðstandendur að gera sér far um
þetta. Gleði og ánægja eykur þrótt og þol, svo að öll vinna