Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 27
22
Magnús Helgason:
Prcstafélagsritið.
ust illa. Ég vona að kennarar hennar reynist nú betur, að
þeim takist að vekja og glæða með fræðslu sinni og fordæmi
rækt og ást og vilja til varnar og vinnu fyrir land og þjóð.
Það er ánægjulegt og þjóðþrifaverk að hlynna að átthaga-
ástinni, þessum veika vísi, sem hjá flestum mun verða til við
móðurknén á heimaþúfunni, í túnbrekkunni við bæjarlækinn,
en síðar kann að teygja rætur sínar lengra og lengra og
sjúga sér lífsafl víðar að, frá átthögum og ættjörð, náttúru og
þjóðlífi, söngum og störfum, samtíð og sögu liðinna alda, unz
honum er vaxinn sá styrkur, er getur snúið Gunnari aftur
heim, þó að líf liggi við, dregið Orvar-Odd frá konungdómi
og sólríki suðurlanda norður heim, til að bera beinin á Beru-
rjóðri, og lagt á varir væringjanum, sem unnið hefir afreks-
verk og orðstír út um heim, þá hinztu ósk, að »í vöggunnar
landi skuli varðinn standa*. Því miður eiga hér nú víða við
enn þá orðin hans Jónasar í Gunnarshólma: »Dauft er í sveit-
um, hnípin þjóð í vanda*, en ég vona þó að jafnan sannist
og á sveitunum okkar, orðin þar á eftir, að þeim »hlífi hul-
inn verndarkraftur«. Svo verður, meðan sú tilfinning lifir traust
og sterk, sem kom Gunnari til að snúa aftur.
Þá má ekki heldur vanrækja að glæða ástina á íslenzkri
tungu, dýrmætustu arfleifðinni frá gullöld vorri, þessum sívak-
andi verði mannvits og snildar hjá þjóðinni gegnum áþján og
örbirgð, aðalsmerkið, sem hún ber enn, og nú hefir aftur, öllu
öðru fremur, áunnið henni sjálfsforræði og virðingarsess meðal
annara þjóða. Fjöreggið okkar hefir hún verið og verður, glati
þjóðin henni, glatar hún sjálfri sér, andlegt líf hennar slitnar
þá frá rótum og hvað verður þá um gróðurinn? Ég vildi
ekki selja hana fyrir alheimstunguna ensku, þó að Bretinn
legði auðinn sinn í ofanálag. Þarna þurfa eigi kennarar einir
að vera á verði, feður og mæður verða að hjálpa til, svo að
íslenzkan verði börnum þeirra »ástkæra ylhýra málið og allri
rödd fegra«, og það verði ekki uppnefni að kalla hana móð-
urmál þeirra og feðratungu. Til þess að unglingarnir venjist svo
snemma við að skilja sorann frá gullinu, þarf að vekja athygli
þeirra á því bezta í bókmentum síðustu alda og sögunum