Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 38
'Prestaféiagsritið. Rannsóknirnar um æfi ]esú. 33
hann hafi kent mönnum að líta á Nýja-testamentið sem safn
af flugritum.
Ofgarnar eru oftast skamt undan Iandi og kom það nú vel
í ljós. Maður er nefndur Bruno Bauer. Hann vildi nú feta í
fótspor Baurs og Strauss og komast enn lengra. Sú skoðun
hafði rutt sér til rúms, að Markúsar guðspjall væri eina forna
og rétta guðspjallið. Hitt væri alt ósannar viðbætur. Nú tók
Bauer sig til og sýndi, að það væri með öllu óréttmætt, að
setja Markúsar guðspjall í nokkurn annan flokk en Matteusar
guðspjall og Lúkasar. Ef þau væri skáldskapur síðari tíma
gæti Markúsar guðspjall alveg eins verið það. í þessu var
mikill sannleikur. En í stað þess að nota þetta til þess að
hefja álit manna á hinum guðspjöllunum, fór Bauer hina leið-
ina og lét Markúsar guðspjall fara líka. En þá var ekkert
eftir. Alt var skáldskapur. ]esús var ekkert annað en þjóð-
saga. Hann hafði aldrei til verið. Kristindómurinn var til orð-
inn úr ýmsum stefnum. Seneka var einn af höfundunum. Ein-
hver gáfaður Rómverji, sem var lærisveinn Seneku, hafði
samið fjallræðuna. Beinagrindin var frá Gyðingum. Andinn að
mestu leyti frá Grikkjum og Rómverjum.
Þessum boðskap var ekki vel tekið. Baur vildi ekki einu
sinni nefna Bauer meðal þeirra, sem neitt hefði lagt til rann-
sóknanna. Wrede, sem annars vildi taka svari hans, segist
aldrei hafa lesið um hann neitt orð annað en skammir og
lítilsvirðing. En það verður samt ekki út skafið, að í raun
réttri var þessi skoðun bein afleiðing þeirrar kenningar, að
Matteusar guðspjall og Lúkasar væri með öllu ósöguleg. Því
að munurinn á þeim og Markúsi er ekki meiri en svo, að
búast mátti við því að einhver vísaði honum sömu leiðina.
Með ritum Bruno Bauers má gera kapítulaskifting. Hring-
urinn var kominn. Nú var ekki um annað að gera, en taka
málið upp að nýju eða leggja árar í bát.
Nú kemur tími frjálslyndu guðfræðinnar, ef svo má nefna
allar þær mörgu stefnur, sem í seinni tíð hafa verið látnar