Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 40
Presfafélagsritiö.
Rannsóknirnar um æfi ]esú.
35
er bók Gúsfafs Frenssens þar frægust. Bók G. Papínís um
Krist má einnig teljast í þessum flokki.
Sá sem eiginlega haggar fyrstur við þessum friði og ró, er
þýzki guðfræðingurinn W. Wrede (d. 1906).
Bók sú, sem hér kemur til greina, hét Messíasarleyndar-
dómurinn í guðspjöllunum. í fljótu bragði sýnast kenningar
bókarinnar ekki vera svo sérlega nýstárlegar, en þær geymdu
í sér möguleika til mikilla viðburða. Og auk þess var fleira,
sem stuðlaði að því, að bókin hratt af stað svo mikilli hreyf-
ing. Má sérstaklega nefna það, að tveggja-heimilda kenningin
var tekin að missa kraft sinn og öryggi í hugum manna. Hún
hafði verið notuð svo óvarlega. Menn voru orðnir dauðleiðir
á öllum þessum fullyrðingum um það, hvar þessi heimild
byrjaði og hin endaði o. s. frv. Þá höfðu menn reynt að búa
til ræðuheimildina, og tekist það svo, að sinn komst að hverri
niðurstöðunni, og það fór að verða ofarlega í mörgum, hvort
alt þetta tal um ræðuheimild væri ekki tómur hugarburður.
Fleiri og fleiri fóru líka að halda því fram, að Markúsar-
guðspjall bæri það alls ekki með sér, að það væri neitt frum-
legra en hin. Menn, sem áður höfðu talað með talsverðri
vissu um alt þetta mál fóru nú að játa, að erfitt væri að vita
nokkuð með vissu, því að rétt álitið kæmumst vér aldrei nær
]esú en það, að spyrja, hverju frumsöfnuðurinn hefði trúað
um hann. »Þar eru þær hæðir, er takmarka sjónhring vorn
alt í kring og um aldur og æfi«, segir Ad. Júlicher.
Wrede segir nú, að það sé hrein fjarstæða, að hægt sé að
finna nokkra þróun eða þroska í skoðunum Jesú eftir frásögn
Markúsar. Hann sé jafnt hjá Markúsi eins og hinum guð-
spjallamönnunum óbreyttur frá því fyrsta til hins síðasta, enda
sé það eðlilegt, því að Markús geymi ekkert réttari eða eðli-
legri mynd af Jesú en hin guðspjöllin. En það er önnur frum-
hugsun, sem Wrede þykist finna í guðspjallinu. Markús heldur
því fram, segir Wrede, að Jesús hafi alla tíð haldið vandlega
leyndri Messíasartign sinni fyrir fjöldanum. Hann hafi á hinn
bóginn reynt að gera lærisveinum sínum þetta skiljanlegt. En
beir hafi ekki gripið það fyr en upprisa hans opnaði augu