Prestafélagsritið - 01.01.1928, Qupperneq 41
36
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritiö.
þeirra. Þessi skoðun, að Jesús hafi leynt Messíasartign sinni,
sannar það, segir Wrede ennfremur, að hann hefir yfirleitt
ekki haldið henni fram. Það er fyrst eftir upprisuna, að farið
er að tigna hann sem Messías. Og þegar svo er farið að
rifja sögu hans upp, þá vilja menn finna þess einhver merki,
að hann hafi verið sér þessa meðvitandi. Það var auðveldast
með því að halda því fram, að hann hafi viljandi leynt Messí-
asartigninni.
Þessu, að Jesús hefði aldrei haldið því fram sjálfur, að hann
væri Messías, hafði aldrei verið hreyft áður. Og þó að menn
féllist ekki alment á það, og jafnvel Wrede sjálfur efaðist
um það, að þetta væri alveg víst, þá hlaut þessi hugsun samt
að festast í mönnum meira og minna, og koma ýmsu af stað.
Hún snart sem sé við einu mjög viðkvæmu vandamáli, sem
enn hafði ekki verið tekið til meðferðar, en það var hin sál-
fræðilega ráðgáta: Dómur Jesú um sjálfan sig. Hvernig gat
Jesús litið á sig sem Messías og verið þó andlega heilbrigður
maður? Þessi spurning verður nú hér eftir það mál, sem mest
er rætt í sambandi við sögu Jesú.
Það var hreint ótrúlegt, hvað bók Wredes hafði mikil áhrif.
Það er eins og einhverjum ótta og óvissu slái yfir alla. Alt
þetta auðvelda og einfalda hvarf, eins og því hefði verið sópað
burt. Efasemdirnar smugu inn um allar gættir. Eftir aldamótin
má heita að þessi bókmentagrein, sem kend er við æfisögu
Jesú, hverfi af sjónarsviðinu. Hver eftir annan komast vísinda-
mennirnir að þeirri niðurstöðu, að ekki sé hægt að rita æfi-
sögu Jesú. »Hinn sögulegi Jesús* var svo að segja flúinn.
W. Bousset, Wellhausen, Harnack og fleiri gætnir og góðir
vísindamenn, finna nú til vanmáttar síns. »ÞróunarferilI« Jesú
er ekki aðeins horfinn, heldur ferill hans yfirleitt. Hve lengi
starfaði hann? Hver er sú rétta röð viðburðanna? Og hvernig
átti svo að skilja hann?
En menn láta sér ekki nægja að játa þessa uppgjöf. Menn
leita og skýringar og sárabóta. Alt þetta vildu menn nú kenna
því, að of miklil áherzla hefði verið lögð á það »sögulega«. Hinn
sögulegi Jesús getur ekki fullnægt mönnunum. Það er Kristur