Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 43
38
Magnús Jónsson:
Presfaféiagsritið.
Hann benti t. d. á Post. 18, 24—19, 7, og kom honum það
í góðar þarfir, að þessir kaflar hafa jafnan verið þungskildir.i)
En það stóð fyrir honum sem fast og óhagganlegt, að til
hefði verið trú á einskonar guð eða hálfguð, sem nefndur var
Jesús, og að þessi Jesús hefði svo smám saman fengið á sig
mannlega mynd, og orðið miðdepill nýrrar trúarhreyfingar.
En sá, sem hleypti þessu máli alveg í bál og brand, var
þýzki heimspekingurinn Arthur Drews. Arið 1909 gaf hann
út bók, sem hann kallaði »Goðsögnin um Krist«, og tveim
árum síðar aðra um sama efni, þar sem hann svarar þeim
sæg andmæla, sem komið höfðu gegn fyrri bókinni. Bækur
þessar vöktu svo mikla hreyfing, að þær komu út í hverri
útgáfunni eftir aðra, og komu af stað ógurlegum deilum.
Bækurnar í þeirri deilu skifta sjálfsagt þúsundum. Þetta stafaði
ekki af því, að Drews legði svo mikið nýtt til málanna. Hann
var í raun rétti miklu minni vísindamaður í þessum greinum
en þeir Robertson og Smith. En hann var miklu snjallari
rithöfundur, og setti málið svo ljóst fram, að almenningur gat
vel fylgst með, og dró saman alt, sem um málið var ritað,
án öfga í neina ákveðna átt.
Drews sýnir fram á það, hvílík fjarstæða það sé, að halda,
að jafnstrangir eingvðistrúarmenn eins og Gyðingar voru, færi
alt í einu að hefja í guðatölu mann — og það ekki einn af
fornaldardýrlingum þjóðarinnar, eins og t. d. Móse og Elías,
heldur mann, sem var dáinn fyrir fáeinum árum, og margir
þeirra höfðu þekt og umgengizt. Hallast hann helzt að til-
gátu Smiths um það, að einhver Jesúdýrkun muni hafa átt
sér stað. Um Jesú þennan muni svo hafa farið að vefjast
sagnir um Adónis o. s. frv., þangað til hann varð að ákveð-
inni persónu. Hann vill þó ekkert fullyrða um þessa Jesú-
dýrkun, en segir, að það sé einhver slík goðsagnamyndun
utan um ákveðna veru, t. d. Messíasarhugtakið, sem svo þétt-
ist og verði að veruleika í hugum manna.
Það hjálpaði Drews, að menn voru ekki alveg óvanir því.
1) Um þénnan kafla hef ég skrifað í bók minni um Pál postula.