Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 61
56
S. P. S.: Haraldur Níelsson.
Prestafélagsritiö.
En Einar H. Kvaran rithöfundur, sem kyntist honum fyrst
sem ungum kandídat, segir, að ekki hafi það getað farið
fram hjá neinum, sem kyntust honum til muna á því tímabili,
>hve aðdáanlega vel honum hafði auðnast að halda sér flekk-
lausum af heiminum. Hér var ekki eingöngu að tefla um
staðfestu hins vandaða, prúða og guðrækna manns. Þetta lá
djúpt í eðli hans. Hann hrylti við öllu ljótu, öllum hrottaskap
og allri léttúð. Og ég hugsaði oft um það á þessum árum,
að það hlyti að hafa verið gæfa fyrir unga menn á hættuleg-
asta aldrinum að vera samvistum við þennan æskumann,
sem lét það svo vel, bæði fyrir eðlisfar og ástundun, að
vanda ráð sitt«.
Skólabræður séra Haralds, bæði innan lands og utan, og
allir vinir hans fyr og síðar, þektu vel siðferðilega alvöru
hans og grandvarleik í líferni, bæði í orði og verki. Hófs-
maður var hann í öllu og gjörðist sem ungur kandídat bind-
indismaður og barðist alla æfi síðan gegn ofdrykkjubölinu
með eldi og áhuga.
Þegar litið er yfir æfistarf séra Haralds má segja, að það
hafi bæði verið mikið og fagurt. Fullnaðardóm um það er þó
of snemt að fella að svo komnu. En rétt og makleg tel ég
ummæli dr. Björns B. Jónssonar í minningargrein hans í
aprílblaði »Sameiningarinnar«: »Avalt verður Haraldar Níels-
sonar getið, er rituð verður kristnisaga íslendinga*.