Prestafélagsritið - 01.01.1928, Side 66
Prestaíélagsritið.
Gandhi.
61
Svo er og um trúarbrögð feðra minna. Ég sé galla þeirra.
Eg þekki ýmsa ósiði, sem framdir eru í musterum Hindúa.
En þau eru mér heilög samt. Við Hindúatrú er ég bundinn
þeim böndum, sem aldrei verða slitin«.
Hér hefir nú verið drepið á fáein atriði til þess að lýsa
hugsunarhætti Gandhis svo að betur skiljist, hvað fyrir hon-
um vakir. En nú skal aftur tekinn upp söguþráðurinn, þar
sem frá var horfið.
Frá því er áður sagt, að Tilak var foringi heimastjórnar-
manna Indlands í fyrstu. Síðasta árið, sem hann lifði, gerðist
Gandhi ötull samverkameður hans. Þeir voru mjög ólíkir, en
það sakaði lítt, því að þeir skiftu svo verkum með sér sem
eðlisfar þeirra vísaði til. Tilak hefir vafalaust verið meiri
stjórnvitringur. Hann hugsaði um heildina, fjöldann, og stýrði
byltingunni hið ytra. Gandhi sneri sér að einstaklingunum,
reyndi að gera byltingu hið innra, í hugum manna; hann lét
sér annast um hugarfar þjóðarinnar.
Gandhi var ótortryggur, og hugði að alt mætti laga með
9óðu. Fyrst reynir hann á allar lundir að semja við lands-
stjórnina um að afturkalla þau ranglátu lög, sem óánægjuna
höfðu vakið. Hann trúði því ekki, fyr en hann tók á, að
stjórnin yrði svo þrá, að sýna enga tilhliðrun. En sú varð þó
raunin á, og þar með gerði stjórnin Gandhi að mótstöðu-
manni sínum, hann, sem hafði verið henni trúastur allra, og
hefði orðið henni manna þarfastur, hefði hún ekki hrundið
honum frá sér með þrákelkni sinni.
Nú varð Gandhi að taka til annara ráða. Úr því að samn-
ingar gátu ekki tekist, og ekki unt að fá stjórnina til að láta
undan með fúsum vilja, þá var ekki um annað að gera en
að knýja hana til þess. Gandhi hugsaði sér að beita til þess
sömu aðferð, sem honum hafði áður gefist bezt í viðureign-
inni við stjórn Búa í Afríku.
En á hverju skyldi hann byrja? — Hann lætur það boð
út ganga til allra þjóðernissinna um þvert og endilangt Ind-
land, að þeir skuli taka sér allir einn dag til þess að fasta og
hiðja. Daginn til tók hann sjálfur. — Sennilega mundu ekk'